Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Tímamót á Á XVII. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2002 var lögum þess breytt. Fjölgað var í fulltrúaráði úr 55 í 60 og í stjórn úr níu f 11 og tiltekinn fjöldi einstaklinga kjörinn í fulltrúaráð og stjórn úr hverju kjördæmi fyrir sig. Markmið breytinganna var að laga stjórnskipanina að breyttri kjördæmaskipan og auka stjórnunarleg áhrif fjölmennari sveitarfé- laga innan sambandsins. I kjöifarið fjölg- aði fulltrúum höfuðborgarsvæðisins í full- trúaráði og stjórn sambandsins. Skiptar skoðanir voru um þessar breyt- ingar á landsþinginu. Réttilega kom fram að einungis hluti sveitarfélaga ætti fulltrúa í fulltrúaráði og stjórn og landsþing, þar sem fulltrúar allra sveitarfélaga eiga sæti, kemur einungis saman einu sinni á hverju kjörtímabili. Einnig var bent á að við fækkun sveitarfélaga myndi ójafnvægi milli minni og stærri sveitarfélaga á lands- þingum jafnast af sjálfu sér og landsþingin yrðu ekki jafn fjölmenn og umfangsmikil. Því samþykkti landsþingið að fela stjórn þess að taka lögin til frekari endurskoðun- ar með það að markmiði að fulltrúaráðið yrði Iagt niður og þess í stað boðað til ár- legra landsþinga. Jafnframt var samþykkt að boðað yrði til landsþings á árinu 2004 til að fjalla um tillögur stjórnarinnar um breytingar á lögunum. Tillögur stjórnarinnar voru til umfjöll- landsþingi unar á fulltrúaráðsfundi í apríl sl. og síðan á XVIII. landsþingi sambandsins sem hald- ið var 26. nóvember sl. Þar var gengið frá samþykkt nýrra laga fyrir sambandið. Nýju lögin leiða til ákveðinna tíma- móta í stjórnskipulegri uppbyggingu sam- bandsins. Frá stofnun þess 11. júní 1945 hefur fulltrúaráðið farið með æðsta vald í málefnum þess milli landsþinga. Síðan 1999 hefur fulltrúaráðið komið saman tvisvar á ári að undanteknu því ári sem landsþing er haldið að afloknum sveitar- stjórnarkosningum en þá hefur haustfund- ur þess fallið niður. Með breytingu lag- anna hefur fulltrúaráðið nú verið lagt nið- ur og í þess stað verður framvegis boðað til árlegra landsþinga þar sem öll sveitarfé- lög í landinu eiga sína fulltrúa. Landsþingin verða að jafnaði haldin í mars/apríl að undanteknu því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru haldnar en þá verða þau haldin í september/október. Ástæða þess er sú að reynslan sýnir að sveitarstjórnarmenn eru mjög uppteknir í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Að kosningunum loknum er síðan unnið að myndun meirihluta og jafnframt þykir rétt að sveitarstjórnir fái nokkurn tíma til starfa áður en landsþing er haldið. Miðað við núverandi sveitarfélagaskip- an er landsþingið að miklum meirihluta skipað fulltrúum fámennari sveitarfélaga. Þau hlutföll koma til með að breytast nái tillögur þær sem nú liggja fyrir um sam- einingu sveitarfélaga að verulegu leyti fram að ganga. í því Ijósi var tillaga stjórn- ar um fjölgun fulltrúa fjölmennari sveitar- félaga á landsþingi dregin til baka. í öllum meginatriðum fara heildarhags- munir sveitarfélaganna saman þótt áhersl- ur í einstaka málum geti verið mismun- andi milli fámennra sveitarfélaga og þeirra sem fjölmennari eru. Innan sambandsins hefur alla jafna verið góð samstaða um stefnumörkun og ályktanir um einstök mál á landsþingum og ekki komið til þess að landsþingsfulItrúar hafi skipt sér í fylkingar fámennra og fjölmennra sveitarfélaga. Mikilvægt er að sátt sé um stjórnunar- leg áhrif fámennra og fjölmennra sveitar- félaga innan sambandsins og að stjórn- skipuleg uppbygging þess sé sem lýðræð- islegust. Jafnframt þarf sá lagarammi, sem unnið er eftir að leiða til skilvirkrar starf- semi. Lögum sambandsins er einungis hægt að breyta á landsþingum þess. Árleg landsþing sambandsins leiða til þess að auðveldara verður að laga lög þess jafn- óðum að breyttum aðstæðum og viðhorf- um með framangreind markmið að leiðar- Ijósi. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30, 5. hæð • 105 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is • www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Þórsstíg 4 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson - thord@itn.is Ásgrímur Örn Hallgrímsson - a@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is Umbrot og prentun: Ásprent Stfll hf. • Glerárgötu 28 • 600 Akureyri Sími 4 600 700 • asprent@asprent.is Dreifing: íslandspóstur Forsíðan: Nú er enn eitt árið að kveðja og nýtt að taka við. Sveitarstjórnarmál óska lesendum sínum farsældar á nýju ári. Mynd: Asgrímur Örn Hallgrímsson Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári Áskriftarsíminn er 461 3666 to. tbl. var prcntaö 23. dcscmber 2004 SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.