Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 7
Kennslan nær til 19 staða á landinu og ekkert útlit er fyrir annað en að fjöldi nemenda aukist enn frekar á næstu árum. Ijúka þeim verkum. Því má gera ráð fyrir að um umtalsverðar byggingaframkvæmd- ir verði að ræða á næstu árum. Trúlega á öllum þessum áratug og ef til vill fram á þann næsta." Gluggi til annarra landa Háskólinn á Akureyri sinnir ekki ein- göngu starfsemi á innlendum vettvangi. Þorsteinn rektor segir að með sinni al- þjóðlegu starfsemi sé skólinn að mörgu leyti gluggi bæjarsamfélagsins til annarra landa. „Stofnunin á í mjög umfangsmikl- um alþjóðlegum samskiptum og með þeim kemur hún nafni bæjarins á kortið á fjarlægum stöðum. í því sambandi má nefna umfangsmikið samstarf um kennslu og rannsóknir á norðurslóðum og stofnan- ir sem sinna málefnum norðursvæða og eru til húsa á háskólasvæðinu. Akureyrar- bær er þegar orðinn virkur þátttakandi í þessu norðurslóðasamstarfi á eigin for- sendum." Réttindaskortur að hverfa Fyrir stofnun Háskólans á Akureyri var mikill skortur á menntuðu vinnuafli á Ak- ureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Hjúkrunar- fræðinga vantaði til starfa, einnig grunn- skólakennara og leikskólakennara. En eftir að Háskólinn fór að útskrifa hjúkrunar- fræðinga og kennara hefur reynst unnt að fullmanna grunnskólana með réttinda- kennurum; hlutfall réttindakennara í leik- skólum eykst stöðugt og skortur á hjúkr- unarfræðingum heyrir sögunni til. Þor- steinn segir að þessar breytingar megi rekja beint til þess að fólk getur sótt þessa menntun á heimslóð og haldið sfðan út á vinnumarkaðinn en hverfi ekki burtu að námi loknu. Sveitarfélögin hafa sýnt mikinn metnað Háskólinn á Akureyri þjónar ekki ein- göngu Akureyrarkaupstað og Eyjafjarðar- svæðinu heldur teygja áhrif hans sig um nær allt land. Deildir skólans eru í samstarfi við símenntunar- stöðvar og sveit- arfélög vítt og breitt um landið. „Þessar símenntunarmið- stöðvar eru í eigu viðkomandi sveitarfé- laga auk þess sem framhaldsskólar, sam- tök atvinnulífs og launafólks koma þar við sögu," segir Þorsteinn og bendir á að með þessu samstarfi við sveitarfélögin og at- vinnulífið hafi tekist að mynda mjög öfl- ugt fjarkennslunet sem geri kleift að bjóða upp á fjarnám til háskólagráðu sem er að miklu leyti sambærilegt við það staðar- nám sem fer fram við Háskólann á Akur- eyri. „Fólk sem stundar þetta nám er oft lykilfólk í sínum byggðarlögum og vill nýta fjarnámið til þess að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og þetta námsfram- boð gerir því einnig kleift að búa áfram í heimahögum sínum jafnframt því að efla menntun sína og stöðu byggðarlagsins út frá því." Þorsteinn vitnar í blað um sí- menntun, sem gefið var út sem fylgiblað með Morgunblaðinu í byrjun skólaárs í haust, og segir að þar hafi verið talað við nokkuð marga fjarnemendur. Komið hafi í Ijós að þeir hafi nánast allir stundað nám við Háskólann á Akureyri, sem e.t.v. þurfi ekki að koma á óvart í Ijósi þess hvað skólinn bjóði víða upp á þessa þjónustu. „Ég vil geta þess að sveitarfélögin hafa sýnt mikinn metnað við uppbyggingu þessarar símenntunar. Og það er eitt af ánægjulegustu störfum mínum sem rektor að fylgjast með þeim mikla áhuga sem sveitarstjórnarmenn hafa sýnt við upp- byggingu símenntunarstöðvanna og möguleika á háskólanámi í heimabyggð." Óraði ekki fyrir þessari þróun Umrætt fjarnám hófst á árinu 1998 og er áhersla lögð á að veita þessa þjónustu jafnt í fámennum byggðum sem þéttari. „Okkur óraði ekki fyrir þessari þróun," segir Þorsteinn. „Cjörbreyttir möguleikar til gagnaflutninga eiga auðvitað stóran þátt í að þetta hefur tekist en það sýnir einnig þörfina sem er fyrir hendi og fer vaxandi með hverju ári sem líður." Þor- steinn segir að auk þess sem unnt sé að skapa námsaðstöðu vítt og breitt um land- ið þá henti þetta námsfyrirkomulag mörgu fólki, ekki síst því sem sé að auka við menntun sína, t.d. til þess að afla sér til- tekinna starfsréttinda vegna þess hversu sveigjanlegt námsfyrirkomulag sé um að ræða. „Oft stundar fólk vinnu jafnframt náminu en þetta fyrirkomulag gerir vissu- lega meiri kröfur til þess um sjálfsaga en staðarnámið. Það kemur þó jafnan ekki að sök því oft er um eldri nemendur að ræða sem búa yfir einbeittum vilja um hvert skuli stefna. Samstarf Háskólans á Akureyri og sveitarfélaganna í gegnum símenntunarstöðvarnar hefur skapað nýja möguleika fyrir fólk á landsbyggðinni til þess að afla sér háskólamenntunar og ég vonast til að unnt verði að efla og auka þetta starf á komandi árum." „Þetta fólk setur lit sinn á samfélagið og hefur margvísleg áhrif hér, bæði með nýjum hugmynd- um sem það flytur með sér og einnig með þeirri þjónustu sem það kallar eftir." SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.