Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 12
Rafræn sveitarfélög Sveitarfélagið Árborg í fararbroddi Sveitarfélagið Árborg er í fararbroddi þar sem markmiðið er að ná auknu hagræði og bæta skilvirkni að mati Þorvaldar Jacobsen, framkvæmdastjóra Samskiptalausna Nýherja. Þorvaldur segir IP-símkerfi gera fyrirtækj- um og stofnunum kleift aö sameina sím- og tölvukerfi sín og samnýta þannig gagnanetið fyrir símtöl, en slíkt hafi verið að færast í vöxt hér á landi á undanförn- um árum. „Um er að ræða lausnir sem leiða til aukins hagræðis og minni kostn- aðar, bæta skilvirkni og auðvelda fyrir- tækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á enn betri |}jónustu," segir Þorvaldur en Nýherji á nú í samstarfi við Cisco Sy- stems og Avaya á sviði IP-lausna. „Fyrir- tæki og stofnanir eru með mismunandi þarfir og því er nauðsynlegt að geta boðið lausnir frá tveimur öflugum framleiðend- um. Þannig getum við boðið viðskiptavin- um okkar lausnir sem henta hverjum og einum." Heildstætt samskiptanet í Árborg Ráðhús Árborgar í vetrarbúningi. Þorvaldur segir að í Sveitarfélaginu Árborg hafi Nýherji, ásamtTölvu- og rafeinda- þjónustu Suðurlands, sett upp Ijósleiðara- net og Cisco IP-símkerfi en þannig sé orð- ið til heildstætt samskiptanet sem tengi saman helstu byggingar og stofnanir sveit- arfélagsins. „Með uppsetningu Ijósleiðara- nets og innleiðingu IP-símkerfis hefur Hafnasambandsþing: Nefnd um strandsiglingar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd þriggja ráðuneyta til þess að fjalla um strandsigl- ingar á breiðum grundvelli. Þetta kom m.a. fram í ræðu hans á Hafnasam- bandsþingi. Sturla sagði að ef hefja ætti strandsigl- ingar að nýju komi gróft frá sagt aðeins tvennt til greina: Annars vegar að veikja samkeppnishæfni landflutninganna og þá að öllum líkindum með skattheimtu en hins vegar að styðja við strandsiglingar með opinberum fjármunum. Hvorugur þessara kosta sé góður og kvaðst hann því ekki geta stutt þessar leiðir. Hann varpaði þeirri spurningu fram hvaðan fjármunir til stuðnings af því tagi ættu að koma. Þeirri spurningu þyrfti að svara og þá m.a. með hliðsjón af því hvort taka ætti stuðning við strandsiglingar af fram- lögum til vegamála á landsbyggðinni. í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla ís- Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. lands um strandsiglingar kemur fram að ákvörðun Eimskipa um að hætta strand- siglingum frá síðastliðnum mánaðarmót- um hafi ein og sér lítil áhrif á landflutn- ingana. Heildarumferð þungra bíla aukist aðeins um 2% og heildarumferð á þjóð- vegunum um 0,15%. Sveitarfélagið Árborg skipað sér í fremstu röð á meðal sveitarfélaga á þessu sviði og staðfestir framsýni þess sem rafrænt sveit- arfélag." Að sögn Þorvaldar verður með tilkomu Ijósleiðaranets til aukin bandbreidd sem mun auðvelda mjög allan tölvu-, mynd- og símaflutning og jafnframt skapa mikið hagræði fyrir sveitarfélagið. „Þá býður aukin bandbreidd upp á möguleika á fjar- fundum en fyrirtæki og stofnanir hafa ver- ið að nýta sér fjarfundatækni í auknum mæli á undanförnum árum." Hann segir að með nýja símkerfinu gefist Sveitarfélag- inu Árborg kostur á að vera með sameig- inlega símsvörun fyrir allar stofnanir sveit- arfélagsins, sem muni án efa auka þjón- ustu við íbúa þess og leiða til mikillar skil- virkni og frekari sparnaðar. „Til að mynda kostar ekkert að hringja á milli bygginga sveitarfélagsins, þ.e. sfmtöl á milli Sel- fossveitna og t.d. grunnskóla sveitarfélags- ins verða gjaldfrjáls." Nýherji rekur stærsta Cisco IP-símkerfi sinnar tegundar á Norðurlöndunum sem er í notkun hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi en að sögn Þorvaldar hefur viðskiptavinum Ný- herja í Cisco-lausnum fjölgað ört á síðast liðnum misserum. Þar má m.a. nefna Sveitarfélagið Árborg, Flugfélagið Atlanta, íslandsflug og KB banka. 0 TOLVUMIÐLUN H-Laun www.tm.is 12

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.