Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 18
Framkvæmdaráö Umferöaráðs á fundi 29. desember 1982. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Óli H. Þórö- arson, framkvæmdastjóri Umferöarráös, Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráöneytinu og formaöur framkvæmdanefndarinnar, Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri og formaöur Umferöarráös, Unnar og Haraldur Henryson, síöar hæstaréttardómari. verkefni væru of stór til að rúmast innan þáverandi hreppamarka. Það hafði ekki ævinlega tekist að koma á samstarfi um einstök verkefni. Fyrrverandi fræðslustjóri sagði í mín eyru vantrúaður þegar ég lýsti fyrir honum auknum áhuga sveitarstjórn- armanna á samstarfi að hann hefði háð þrjátíu ára stríð til að koma á samstarfi til- tekinna hreppa um skólamál. Um þessar mundir komst skriður á ýmis samstarfsverkefni. Aðrir höfðu áhuga á eins konar fylkjaskipan og að stofna samtök sveitarfélaga í nýju kjördæmun- um. Fyrir voru nokkur fjórðungssambönd sem öðrum þræði voru samstarfsvettvang- ur sýslunefnda og jafnvel prófastsdæma. Sambandið ýtti undir þá þróun. Þannig voru stofnuð samtök sveitarfélaga í þáver- andi Reykjaneskjördæmi 1964 og síðan í hverju kjördæminu af öðru, til dæmis á Austurlandi 1966 og á Suðurlandi ogVest- urlandi 1969." Unnar aðstoðaði við undirbúning að stofnun margra þeirra og var á stofnfund- um þeirra flestra. Þá voru á vettvangi sam- bandsins stofnuð sérsambönd, hafnasam- band 1969 og samband hitaveitna 1980, svo og félög fagfólks í hinum einstöku starfsgreinum eins og Félag tæknimanna sveitarfélaga og Félag félagsmálastjóra en félagsmálastjórum fór ört fjölgandi eftir því sem sérhæfingin hjá sveitarfélögunum varð meiri. Fjórar byltingar „Þótt efling sveitarstjórnarstigsins hafi sett mikinn svip á sveitarstjórnarmálin á und- anförnum áratugum og geri enn má ekki gleyma öðru sem hefur áunnist," segir Unnar. „Til marks um þá breytingatíma sem urðu á ofanverðri síðustu öld var stundum talað um þrjár eða jafnvel fjórar byltingar á tiltölulega skömmum tíma. Fyrst má nefna „svörtu byltinguna", sem var malbikun gatna í þéttbýli. Meðal fyrstu verkefnanna á skrifstofu sam- bandsins var rekstur malbikun- arstöðvar, sem níu sveitarfélög í þéttbýli höfðu keypt og stofn- að um félag sem hét Gatna- gerðin sf. Erfitt var að fá mal- bik og því átti sambandið að- ild að því að keypt yrði færanleg malbik- unarstöð. Flestar götur í bæjum og þorp- um landsins höfðu ekki verið lagðar bundnu slitlagi. Nauðsyn þótti að ryk- binda götur og næsta umhverfi matvæla- iðnaðar, s. s. fiskvinnslustöðva, og með þessu var ætlunin að útvega malbik á við- ráðanlegu verði. „Svarta byltingin" er eitt stærsta umhverfisátakið sem sveitarfélög á íslandi hafa staðið að." Unnar segir næstu byltingu þá „grænu". „í kjölfar gatnagerðarátaksins tók við átak, bæði af hálfu sveitarfélaganna í þéttbýli og íbúanna, um að koma upp grónum útivistarsvæðum við híbýli manna. Hluti af því varátak í sorphirðu- og frárennslismálum og þá má ekki gleyma hitaveitunum víða um land sem gjörbreyttu búsetuskilyrðum mikils hluta landsmanna og má telja þriðju byltinguna. Loks má nefna fjórðu byltinguna, stórátak í skólabyggingum, sem staðið hefur yfir allra seinustu ár með það að markmiði að einsetja grunnskólahúsin." Spegilmynd af samtímanum „Ég reyndi að fylgjast opnum huga með þeim hræringum sem voru á döfinni í sveitarfélögunum og þær voru margvísleg- ar. Tímaritið skyldi vera spegilmynd af því sem væri að gerast á hverjum tíma. Það skyldi túlka fyrir almennum lesendum málstað sveitarfélaganna, miðla fróðleik um hagnýt efni, kynna ný lög og reglu- gerðir, kynna nýráðna bæjarstjóra og sveitarstjóra og kynna sveitarfélög í máli og myndum. Ég reyndi að fjalla um málin þannig að umfjöllun um hvert tiltekið efni gæti orðið sveitarstjórnarmönnum til fyrir- myndar. Þeir gætu lært af því og sótt sér nýjar hugmyndir." Unnar segist þó stundum hafa þótt of djarfur. „Ég fékk einu sinni ávítur fyrir að birta glæsimyndir af nýjum byggingum því þær gætu ýtt undir sveitarstjórnir að ráðast í hliðstæðar framkvæmdir sem sveitarfélög þeirra hefðu engan veginn ráð á. Þetta var nú undantekning. Yfirleitt var ánægja með tímaritið og urðu margir til þess að láta því í té fróðlegar greinar um fjölbreytt efni á þessum fjórum áratugum. Þá tók ég og birti allmörg samtöl við mæta menn og konur sem mér þykir nú vænt um að skuli varðveitast í tímaritinu." Á annað hundrað ráðstefnur og námskeið Ein af þeim nýjungum sem Unnar átti mikinn þátt í að koma á fót var ráðstefnu- og námskeiðshald á vegum sambandsins. „Þegar ég kom til starfa hjá sambandinu voru ráðstefnur óþekkt fyrirbæri þar. Tvisvar höfðu verið haldin landsþing og nokkrir fulltrúaráðsfundir og á þeim aðal- lega fluttar skýrslur um starfsemi sam- bandsins og kynntar tillögur að ályktun- um. Jónas Guðmundsson tók því með vissum fyrirvara þegar ég kynnti honum hugmynd um að við fengjum embættis- mann úr ríkisstofnun til þess að halda er- indi um byggðamál af því að þau væru ekki beinhörð sveit- arstjórnarmál. Jónas samþykkti þó tillöguna og efni erindisins fékk mikla umfjöllun í fjöl- miðlum. Upp úr þessu fórum við að halda ráðstefnur um hin ýmsu málefni." Unnar var eins konar ráðstefnustjóri sambandsins um margra ára skeið og kveðst hafa undirbúið einar 30 fjármála- ráðstefnur allt frá árinu 1965 auk margra annarra um margvísleg efni, líklega um 200 talsins ef námskeið eru talin með. „Já - alveg hiklaust. í starfinu sá ég ævinlega heill- andi viðfangsefni framundan og það geri ég enn." 18

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.