Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 21
Fólk áttar sig á kostum stærri sveitarfélaga „Sveitarstjórnarmenn hafa haft allt frumkvæði varðandi endurskipulagningu sveitarstjórnarstigsins en ríkisvaldið hins vegar virkað sem dragbítur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar á Héraði, á lands- þinginu. íbúar 15 sveitarfélaga hafa samþykkt til- lögur um sameiningu frá því landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var hald- ið á Akureyri haustið 2002. Frá þeim tíma hefur sveitarfélögunum fækkað um 10 og þegar nýsamþykktar sameiningar í sunn- anverðum Borgarfirði og Austur-Húna- vatnssýslu taka gildið vorið 2006 verða sveitarfélögin í landinu 95, verði ekki aðr- ar sameiningar fram að þeim tíma. Á þess- um tíma hafa íbúar eins sveitarfélags fellt tillögu um sameiningu. Þetta kom m.a. fram í erindi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfé- laga, um þróun sameiningar sveitarfélaga á landsþingi sambandsins. Fólk áttar sig á kostunum Vilhjálmur sagði sveitarfélagaskipanina í landinu hafa þróast hratt að undanförnu. íbúar sveitarfélaganna væru upplýstir og ákvarðanavaldið þeirra í stað þess að mál- in væru unnin af löggjafarvaldinu eins og t.d. væri gert í Danmörku þar sem nú væri unnið að víðtækri sameiningu sveitarfé- laga með því markmiði að fækka þeim um á annað hundrað. Vilhjálmur fór yfir verkefnið um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sagði að unnið væri í samræmi við stefnumörkun landsþings Sambands ís- lenskra sveitarfélaga frá 2002 og kynningu á samstarfsverkefni ríkistjórnarinnar og sambandsins frá því í ágúst 2003. Um þrí- þætt verkefni væri að ræða: Flutning nýrra verkefna og tekjustofna frá ríki til sveitar- félaga, endurskoðun á núverandi tekju- stofnum með tilliti til núverandi lögskyldra og venjubundinna verkefna og samein- ingu sveitarfélaga. Hann sagði að verkefn- ið hafi verið kynnt á fundum með fjölda sveitarstjórnarmanna um land allt og einnig verið tekið til umfjöllunar í einstök- um sveitarstjórnum og hjá landshlutasam- tökunum. Þá hefði gríðarleg umræða skapast um það í þjóðfélaginu. Vilhjálmur sagði stækkun sveitarfélaganna styrkja sveitarstjórnarstigið og þar með þjónustu við íbúana, auk þess að styrkja byggðina í landinu. Þær sameiningar, sem orðið hafi að undanförnu, sýni að fólk átti sig á kost- um stærri og öflugri sveitarfélaga þótt enn sé óljóst með flutning verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna. Ríkisvaldið dragbítur? Vilhjálmur minnti á að sveitarstjórnarstigið gegni þýðingarmiklu hlutverki í þjóðfélag- inu, en þetta stjórnsýslustig sinni færri verkefnum hér á landi borið saman við hin Norðurlöndin. Hann sagði í lok máls síns að sveitarstjórnarmenn hafa haft allt frumkvæði að því að ræða endurskipu- lagningu sveitarstjórnarstigsins en ríkis- valdið hafi á hinn bóginn miklu fremur verið dragbítur í umræðunni um þetta verkefni. Frestun ef tekjustofnanefnd hefur ekki lokið störfum Breytingum á verkaskiptingu og verkefnaflutningi á milli ríkis og frestað Ijúki tekjustofnanefnd ekki störfum á tilætluðum tíma. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugsanlegri breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og flutningi verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna verði slegið á frest þar til niðurstaða skoðunar á núver- andi tekjustofnum sveitarfélaga verði lokið og tillögur liggi fyrir. Hann segir Ijóst að niðurstaða tekjustofnanefndarinnar muni hafa áhrif á sameiningu sveitarfélaga. Þetta kom m.a. fram í setningarávarpi hans á 18. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. nóvember sl. sveitarfélaga verður hugsanlega Ágreiningur hefur tafið tekjustofnaverkefnið Vilhjálmur ræddi ítarlega um endurskoð- un núverandi tekjustofna sveitarfélaganna og minnti á ályktun fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. apríl 2003. TOLVUMIÐLUN 5FS www.tm.is 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.