Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 25
Undirbúningur verkefnisins Undirbúningsvinna, þar sem komið verður böndum yfir flesta þá þætti sem skipta forvarnamál sveitarfélaganna máli. Gagnlegt er að vinna þetta með helstu hagsmunaaðilum forvarnamála, t.d. fulltrúum æskulýðsmála, lögreglu, kirkju, skóla o.s.frv. Öflun þekkingar á helstu starfsemi, ferlum og áherslum sveit- arfélaga í forvarnamálum. Afurðir Gera skal stöðuskýrslu fyrir framgang verkefnisins. Fá yfirlit yfir það sem gert hefur verið, yfirlit yfir stöðuna eins og hún er, yfirlit yfir þá aðila sem hafa hagsmuni af forvarnamálum og þessu verkefni/hagsmunalíkan. Gerð efnis/leiðbeininga Gerð leiðbeinandi efnis um mótun stefnu og framkvæmd henn- ar í forvarnamálum sveitarfélags er undanfari og undirbúningur vinnufunda. Efni verður gert aðgengilegt á www.vertutil.is og heimasíðum sveitarfélaga að vild. Þátttakendur fá í hendur efni/samantekt eftir hvern vinnufund unnið af Vertu til. Afurðir Vinnugögn fyrir seríu þriggja vinnufunda: * til undirbúnings og notkunar á vinnufundum. * gögn gerð aðgengileg á heimasíðu(m). * fræðslu- og vinnuefni 1. vinnufundur (10 til 20 þátttakendur) - stöðumat og framtíðarsýn Lagt er mat á væntingar hagsmunaaðila/þátttakenda til framtíðar forvarnamálanna. Sveitarfélögin og hagsmunaaðilar (t.d. for- eldraráð, skólayfirvöld, kirkja, o.s.frv.) henda reiður á stöðu for- varnamála hjá hverju sveitarfélagi og hvar helstu tækifærin liggja. Settir fram helstu valkostir og þeir ræddir. Framtíðarsýn forvarnamála er greind og rætt er um leiðir til að gera hana að veruleika. Farið er yfir ábyrgðar- og hlutverkaskiptingu málefnisins. 2. Vinnufundur (Vertu til vinnur milli funda, gerir upp hvern fund og sendir afurðir til hagsmunaaðila) - stefnukort verður til Staðan metin í þeim tilgangi að greina hvernig málaflokkurinn stendur m.t.t. framtíðarsýnar. Tilgangur að skapa grunn fyrir leiðir og aðgerðir að settu marki. Farið yfir helstu hindranir sem orðið hafa á vegi hagsmunaaðila og rætt um leiðir til úrbóta. Stefnan sett upp í kort. Afurðir: • stöðumat á árangur fyrsta fundar • lýsing á hindrunum og lausnum í forvarnamálum • stefna forvarnamála fyrir sveitarfélag • skyndiverkefni greind og þeim hleypt af stokkunum 3. vinnufundur - framkvæmdaáætlun verður til Sammælst um endanlega stefnu og aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að hreyfa málaflokkinn í átt til æskilegrar stöðu. Kortlagð- ar leiðir og aðgerðir. Framkvæmdaáætlun unnin svo og lýsing á hvernig eigi að meta markmið og mæla árangur. Afurðir: • framkvæmd sveitarfélagsins í forvarnamálum • lýsing á helstu hindrunum sem þarf að yfirstíga • fyrirkomulag á eftirliti og eftirfylgni • drög að hlutverkum og ábyrgðarskiptingu Aðgerðaáætlun og lokaskýrsla - vinnufundir dregnir saman í heilstæða forvarnarstefnu Heildstæð forvarnarstefna verður til eftir undangengna vinnu. Bestu aðferðir þróast en hvert sveitarfélag mælir árangur sinn og getur borið saman við hin. Vettvangur umræðna og þekkingar- dreifingar verður til; stuðningskerfi sveitarfélaga. Verkefnið er hluti af þessari vinnu með sveitarfélögum þar sem eitt af mark- miðunum er að koma upp gagnagrunni skorkorta. Afurb ir: • lýsing á stöðu forvarnamála hjá sveitarfélagi • lærdómur sem draga má af reynslunni (sigrar og mistök) • framtíðarsýn sem lýsir á skýran hátt æskilegri stöðu og ár- angri • meginmarkmið og lykilatriði til árangurs • skyndiverkefni greind og hugsanlega hleypt af stokkunum Afurðir (lokaskýrsla): • aðgerðaáætlun • lokaskýrsla um stefnumótun • kynningarfundur um niðurstöður verkefnisins • tillaga að eftirliti og eftirfylgni Fyrir hönd Verfu til, Sigríður Hulda Jónsdóttir verkefnisstjóri Lðttu heyra vel í þér! > Veislur > Kynningar , \ > Fyrirlestrar > Tónleikar iL Jfe HLJÓÐKERFALEIGA // 552 8083

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.