Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 5
Forystugrein Flutningur verkefna breytt stefna Árið 1996 var grunnskólinn fluttur sem meginverkefni ríkisins yfir til sveitar- félaganna. Síðan þá hafa stór verkefni ekki færst á milli þessa stjórnsýslu- stiga. Einstök sveitarfélög eða lands- svæði hafa hins vegar gert þjónustu- samninga við ríkið vegna rekstrar heilsugæslunnar og málefna fatlaðra. í mörgum sveitarfélögum er áhugi fyrir því að taka við fleiri verkefnum frá ríkisvaldinu og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt stefnu í þá veru á undanförnum árum. Hafa þar helst verið nefnd verkefni sem falla að nærþjónustu sveitarfélaganna eins og málefni aldraðra og málefni fatlaðra. Bundnar voru vonir við að sam- eining sveitarfélaga myndi leiða til þess að sveitarfélögin stækkuðu það mikið að þau gætu tekið að sér fleiri verkefni. Þrátt fyrir nokkra fækkun sveitarfélaga, sem eru í dag orðin 79 talsins, eru mörg þeirra enn það lítil að þau geta varla tekið að sér ný verk- efni á eigin spýtur. Með þetta í huga var á XX. lands- þingi sambandsins 27.-29. september 2006 samþykkt eftirfarandi stefna þess í verkaskiptamálum ríkis og sveitar- félaga: • Ekki verði á næstunni farið í heild- stætt átak í sameiningu sveitarfélaga en sameining sveitarfélaga geti þó átt sér stað að frumkvæði heima- manna. • Stækkun og sameining sveitarfélaga á ekki að vera forsenda flutnings verkefna frá ríki til sveitarfélaga. • Verkefnaflutningur frá ríki til sveitar- félaga á að vera forgangsverkefni. • Brjótast þarf út úr þeirri aðferðafræði sem hingað til hefur verið beitt við athuganir á flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Auk þess var eftirfarandi ályktun samþykkt á þinginu með meginþorra atkvæða: Mikilvægt er að nú þegar verði hafin vinna við færslu verkefna milli stjórnsýslustiga. Sveitarfélögin lýsa vilja sínum til að taka við verkefnum á sviði heilbrigðis-, mennta- og félags- mála. Stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga hefur unnið að undirbúningi verkefnaflutnings í samræmi við þessa stefnu landsþingsins. Hér er um breytta stefnu að ræða sem krefst þess að sveitarstjórnarmenn leiti nýrra leiða við yfirtöku verkefna. Landsþingið nú í mars 2007 er helgað þessu stóra verk- efni sveitarfélaganna. Þar munu sveitarstjórnarmenn af öllu landinu, úr öllum stærðum og gerðum sveitar- félaga, ræða mismunandi aðferðir við flutning nýrra verkefna eftir að hafa hlustað á hugmyndir og reynslu annarra. Flutningur verkefna til sveitarfélaga er eitt stærsta verkefnið sem sveitar- stjórnarmenn standa frammi fyrir á kjörtímabilinu. Fleiri verkefni efla sveitarfélögin og stjórnsýslu þeirra en fyrst og fremst á verkefnaflutningur að bæta þjónustu við íbúana. Halldór Halldórsson formaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30, 5. hæð • 105 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is • www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is BragiV. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri - Almannatengsl • Þórsstíg 4 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaöamenn: Þórður Ingimarsson - thord@itn.is Ásgrímur Örn Hallgrímsson - a@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 ■ pj@pj.is Umbrot: Fremri - Almannatengsl • Þórsstíg 4 • 600 Akureyri Prentun: íslandsprent Dreifing: Pósthúsið Forsíðan: Breiðholtið í Reykjavík kemur nokkuð við sögu í þessu tölublaði, í viðtali við Björn Inga Hrafnsson, formann borgarráðs Reykjavíkur, en hann er íbúi í hverfinu. Forsíðumyndin heitir „Skemmtilegt íBreiÖholti"og hlaut fyrstu verðlaun í Ijósmyndakeppni sem Þjónustumiðstöð Breiðholts stóð fyrir sl. sumar. Ljósmynd: Sigrún Þorvarðardóttir. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári Áskriftarsíminn er 461 3666 2. tbl. var prenlaS 22. mars 2007

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.