Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 8
Fréttir Staðardagskrá 21 Samningar ti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafa gengið frá endurnýjun samkomulags um samstarf um gerð Staðardagskrár 21 í ís- lenskum sveitarfélögum. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jónína Bjartmarz um- hverfisráðherra hafa auk þess undirritað samkomulag um sérstakt átak í tengslum við byggðaáætlun til að styðja við inn- leiðingu Staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Samkvæmt samkomulagi umhverfis- ráðherra og Sambands íslenskra sveitarfé- laga verður unnið í sameiningu að því að efla sjálfbæra þróun í íslenskum sveitarfé- lögum. Umhverfisráðuneytið mun leggja fram þrjár milljónir króna á ári til verkefn- isins og Samband íslenskra sveitarfélaga I 2009 tvær milljónir með fyrirvara um fjárveit- ingar Alþingis og samþykkt árlegrar fjár- hagsáætlunar Sambands íslenskra sveitar- félaga. Samningurinn gildir frá og með árinu 2007 til ársloka 2009 og kemur í stað eldri samnings sem rann út um síðustu áramót. Samkomulag iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra er í meginatriðum samhljóða sambærilegu samkomulagi sem tengdist fyrri byggðaáætlun og gilti fyrir tímabilið 2003 til 2005. Samkvæmt því munu þessi tvö ráðuneyti beita sér fyrir því að sjö milljónir króna verði ár- lega til ráðstöfunar vegna þessa átaks og greiðist sú upphæð til helminga af hvoru ráðuneyti um sig. Þetta samkomulag gildir einnig frá og með árinu 2007 til ársloka 2009. Akureyrarílugvöllur. Akureyrarkaupstaður Lengingu flugbrautar og Vaðlaheiðargöngum fagnað Bæjarstjóm Akureyrarkaupstaðar fagnar áætlun um lengingu flugbrautar ásamt öðrum endurbótum á Akureyrarflugvelli sem kveðið er á um í tillögu til þings- ályktunar um fjögurra ára samgönguáætl- un fyrir árin 2007 til 2010. í ályktun bæj- arstjórnar kemur fram að lenging flug- brautar Akureyrarflugvallar hafi lengi ver- ið baráttumál bæjarstjórnar og að fram- kvæmdin skipti höfuðmáli fyrir fólk og fyrirtæki á Akureyri og á Norðausturlandi. I ályktun sinni leggur bæjarstjórnin áherslu á að þessum framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er og ítrekar vilja sinn til þess að koma að flýtifjármögnun megi það verða til þess að hraða verkinu. Bæjarstjórnin bendir einnig á að göng f gegnum Vaðlaheiði séu mikilvæg sam- göngubót fyrir alla íbúa á Norðaustur- landi og að þjóðhagsleg hagkvæmni ganganna sé óumdeild. Bæjarstjórnin fagnar því að Vaðlaheiðargöng skuli nú vera á dagskrá samkvæmt samgönguáætl- un en leggur áherslu á nauðsyn þess að skýrar verði kveðið að orði um nauðsyn- lega þátttöku ríkisins í verkinu en gert sé í áætluninni. Ragnhildur Helga Jónsdóttir. Staðardagskrá 21 Ragnhildur á ferð og flugi Ragnhildur Helga Jónsdóttir hjá Staðar- dagskrá 21 hefur víða verið á ferðinni að undanförnu og haldið kynningar- fundi í sveitarfélögum þar sem verið er að hefjast handa við gerð Staðardag- skrár 21. Fyrir nokkru fór hún til Austurlands þar sem hún átti fundi með forsvars- mönnum Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Vopnafjarðarhrepps. Áður hafði hún átt fund með sveitar- stjórnarfólki í Hörgárbyggð í Eyjafirði. Ragnhildur hefur einnig nýlega farið til Hólmavíkur þar sem verið er að hefja undirbúning að Staðardagskrá 21 fyrir hið nýja sveitarfélag Strandabyggð. Þá var haldin kynningarfundur um Staða- dagskrá 21 í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi fyrir skömmu. Svo virðist sem ákveðin vakning hafi orðið að undanförnu á meðal sveitar- stjórna og umhverfisnefnda sveitarfé- iaga á umhverfismálum og þvf að nýta það ráðgjafastarf sem Staðardagskrá 21 veitir sveitarfélögum þeim að kostnað- arlausu. SFS 8 0 TÖLVUMIÐLUN www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.