Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 10
Skólamál
Jákvætt viðhorf til dreifimenntunar
Jákvætt viðhorf er til fjarkennslu og dreifimenntunar samkvæmt skýrslu Rannsóknastofnunar Háskól-
ans á Akureyri um nýjungar í grunnskólum í Vestur-Barðastrandarsýslu.
Allt virðist benda til að fjarkennsla sé bæði tæknilega og
kennslufræðilega möguleg og einnig að mörgu leyti vænleg leið
til að styrkja starf skóla í dreifðum byggðum. Þetta kemur fram í
skýrslu sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir
menntamálaráðuneytið um dreifimenntun í grunnskólum Vestur-
Barðastrandarsýslu. í skýrslunni kemur fram að umtalsverður
ávinningur hafi orðið af dreifimenntunarverkefninu, að félagsleg
tengsl nemenda á svæðinu sem verkefnið náði til hafi aukist,
nemendur upplifi sig þátttakendur í stærri heild og dregið hafi úr
hrepparíg þeirra á meðal. Fátt virðist benda til annars en að ár-
angur nemenda í fjarkennslu sé sambærilegur við árangur nem-
enda í hefðbundinni kennslu en ekki er komin næg reynsla til að
fullyrða slíkt. í skýrslunni kemur fram að nemendum virðist líða
vel í kennslustundum og sé tölvan þeim greinilega mjög hand-
gengin. Þeir geti því verið betur undirbúnir fyrir framhaldsnám í
fjarnámi en nemendur sem hafa eingöngu fengið hefðbundna
kennslu.
Nauðsynlegt fyrirkomulag í dreifðum byggðum
í skýrslunni kemur fram að skólastjórar þeirra skóla, sem um er
að ræða, séu mjög jákvæðir varðandi verkefnið og telji það mik-
ilvægt bæði fyrir skólana og byggðarlögin. Nauðsynlegt sé að
þetta kennslufyrirkomulag sé til staðar í skólunum í dreifðum
samfélögum og hjá litlum skólum. Foreldrar veigri sér oft við því
að senda börn í burtu í framhaldsnám við 15 eða 16 ára aldur og
því sé þetta mikilvægur undir-
búningur undir fjarframhalds-
skólanám, sem hugsanlega
verði til staðar á svæðinu í
framtíðinni. Viðhorf kennara
til þessa verkefnis hafi einnig
verið mjög jákvæð og þeir
telji ánægjulegt að þessir
möguleikar séu orðnir til stað-
ar.
í skýrslunni kemur fram að
ýmis vandamál séu þó til
staðar, einkum er varðar
tæknibúnað. Einnig kom fram
að kennsla með þessum hætti
kostaði meiri undirbúning.
Fram kemur að formaður
stýrihóps, skólastjórar og
kennarar séu sammála um að
undirbúningsvinnan sé mun
meiri með þessu kennsluformi en hinu venjulegu.
Kennarar hafa bent á að huga verði betur að launamálum
áður en farið verði í slíka vinnu. En einnig kemur fram af þeirra
hálfu að gera verði ráð fyrir meiri undirbúningsvinnu á meðan
verkefnið sé í þróun en í framtíðinni geti undirbúningurinn orðið
innan eðlilegra marka. Kennarar voru eigu að síður sammála um
að halda verði áfram á þessari braut og að þróa þetta kennslu-
form. Því megi alls ekki hætta eftir þá reynslu sem þegar sé feng-
in.
Foreldrar almennt jákvæðir
Er kemur að viðhorfum foreldra til dreifimenntunarverkefnisins
þá er það mjög jákvætt samkvæmt skýrslunni. Sambærileg niður-
staða kemur einnig fram í viðhorfskönnun sem gerð var í maí
2006 meðal foreldra barna í Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Þar
kom fram að ekkert foreldri sem þátt tók í könnuninni var
óánægt með verkefnið en helmingur foreldra barna í Bíldudals-
skóla var í meðallagi ánægður með verkefnið og um 36% í
Patreksskóla. Aðrir í hópi foreldra töldu sig mjög ánægða. Á hinn
bóginn kom fram í sömu könnun að 37% foreldra í Patreksskóla
og 12% foreldra í Bíldudalsskóla töldu sig ekkert vita um verk-
efnið. Skólastjórar töldu þessa niðurstöðu umhugsunarverða og
að í henni fælist ákveðin þversögn. Skólastjórarnir töldu þessa af-
stöðu gefa ákveðið afskiptaleysi foreldra til kynna á því sem fram
færi í skólunum vegna þess að reynt hefði verið eftir bestu getu
að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri og kynna það
foreldrum.
Spurning um hagræðingu
En hvaða áhrif hefur þetta kennslufyrirkomulag á rekstur skól-
anna? í áfanga- og lokaskýrslu dreifimenntunarstjórnar 2006
kemur fram að verkefnið hafi
ekki haft áhrif á rekstur skól-
anna. Verkefnið fékk regluleg
framlög frá menntamálaráðu-
neyti og sveitastjórnum skv.
samningi og voru framlög not-
uð til tækjakaupa, námskeiðs-
halds, til að greiða fyrir verk-
efnisstjórn og einnig fyrir
samning sem gerður var við
Kennaraháskóla íslands um
endurmenntunarráðgjöf. Sér-
stakur samningur var gerður
við kennara í fjarkennslu
vegna aukins undirbúnings en
hefðbundin kennaralaun voru
greidd af sveitarfélaginu. Fram
kemur að ein af ástæðum þess
að farið var út í þetta verkefni
hafi verið að komast að því
hvort hagræðing gæti orðið fyrir sveitarfélögin varðandi rekstur
skólanna.
Að mati skólastjóra og kennara hefur umrætt verkefni orðið til
góðs fyrir skólana. Tækja- og tölvubúnaður er góður í skólunum
fyrir vikið og með samkennslu á milli skóla muni unnt að spara
kennaratíma á móti auknum undirbúningi kennara.
SFS
10
TÖLVUMIÐLUN
www.tm.is