Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 13
Höfuðborgarsvæðið
Vilja vegaframkvæmdir fyrir 55 milljarða
Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu (SSH) vill að 22 milljörðum
króna verði varið til samgöngumála fram
til ársins 2010. Stjórnin vill einnig að um
1 7 milljörðum verði varið til sama mála-
flokks á árunum 2011 til 2014 og um 1 6
milljörðum á árunum 2015 til 2018. Alls
verði því varið um 55 milljörðum króna
til vegaframkvæmda á þessu svæði á
þeim tíma sem nýleg þingsályktunartil-
laga til samgönguáætlunar tekur til.
Umferð yfir flutningsgetu
innan fimm til tíu ára
Stjórn SSH telur að ef þingsályktunartil-
lagan komi óbreytt til framkvæmda stefni
í mikið óefni í umferðarmálum á höfuð-
borgarsvæðinu og hefur farið þess á leit
við Alþingi að hún verið tekin til endur-
skoðunar. Samkvæmt spám er gert ráð
fyrir að umferð á helstu stofnleiðum fari
yfir flutningsgetu þeirra innan 5 til 10 ára
með tilheyrandi töfum, aukinni slysa-
hættu og skertum lífsgæðum. í ályktun
stjórnarinnar er vísað til nýlegrar úttektar
bæjarverkfræðinga sveitarfélaganna og í
samræmi við hana er lagt til að farið
Byggt hefur verið yfir Kópavogsgjána þar sem
umferðaræð úr höfuðborginni til Hafnarfjarðar og
Suðurnesja liggur í gegnum Kópavogsbæ.
verði í vegaframkvæmdir fyrir þessa upp-
hæð. Til viðbótar þessu telur stjórn SSH,
sem samanstendur af bæjarstjórum á
svæðinu, að um tvo milljarða skorti til
þess að Ijúka framkvæmdum sem þegar
eru hafnar.
Mislæg gatnamótá Kringlumýr-
arbraut og Öskjuhlíðargöng
Stjórn SSH leggur til að umfangsmestu
framkvæmdirnar á tímabilinu frá 2007 til
2010 verði við mislæg gatnamót Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar, veg-
stokkar á Miklubraut á milli Snorrabrautar
og Kringlumýrarbrautar, á Hafnarfjarðar-
vegi við Vífilsstaðaveg og á Mýrargötu í
Reykjavík. Einnig að gerður verði vegur
ofan byggða í Hafnarfirði á milli Kald-
árselsvegar og Krísuvíkurvegar og haldið
áfram með breikkun Vesturlandsvegar til
norðurs. Þá vill stjórnin að hafist verði
handa við lagningu Sundabrautar á þess-
um tíma. Á árunum frá 2011 til 2014 vill
stjórn SSH að hafin verði gerð Hlíðar-
fótar- eða Öskjuhlíðarganga, auk veg-
stokks og mislægra gatnamóta á Reykja-
nesbraut í Hafnarfirði á milli Álftanesveg-
ar og Lækjargötu, auk þess sem áfram
verði unnið við lagningu Sundabrautar.
Stjórnin leggur til að alls verði varið tæp-
um 17 milljörðum króna til framkvæmda
á svæðinu á þessum árum.
Kópavogsgöng fyrir 2018
Á síðasta tímabili þeirrar samgönguáætl-
unar sem kynnt hefur verið, þ.e. á árinu
2015 til 201 8, leggur stjórn SSH til að
farið verði í framkvæmdir fyrir um 16
milljarða króna. Er þar um að ræða frek-
ari endurbætur á helstu stofnleiðum
ásamt gerð Kópavogsganga. Tekið er fram
að fjármögnun Sundabrautar er utan
þessa ramma.
Kaffivélar sem auðvelda þér lífið
Merrild kaffikerfi býður heildarlausn fyrir
fyrirtæki, veitingahús og stofnanir í kaffiþjónustu
MmÆ
133 LlgJ
Kostirnir eru fjölmargir:
Gæóakaffi
Mikil framleiðslugeta og hraðvirkni (kaffi á
2 sekúndum, súkkulaði á 8 sekúndum)
Margskonar drykkir Venjulegt kaffi,
espresso, café créme, súkkulaði, tevatn og
önnur kaffibrigði
Ávallt nýlagað
Auðveld í notkun
Ekkert fer til spillis
Hreinlæti í hávegum haft
Þrif og viðhald í lágmarki
Mikið rekstraröryggi
Orkusparnaður
H'líl'l
Piazza d'Oro 50
Alsjálfvirk espresso kaffivél sem malar og lagar hvern bolla
fyrir sig.
Hentar litlum veitingahúsum, pöbbum og fyrirtækjum.
Fjórar stillingar fyrir bolla, stútur til að flóa mjólk og er með
hita plötu til að halda bollum heitum.
Boðið verður uppá tvær tegundir af kaffibaunum I eins kg.
pokum Forza og Estremo.
Espressovélin er með 2,5 I vatnsgeymir og getur framleitt 20
til 40 bolla á klukkustund eftir hvaða drykkur er framleiddur
KAFFIKERFI
Gæði og Magn
Bolli af nýlöguðu kaffi
á 17. sekúndum .
Auðveld í meðförum
Ekkert fer til spillis
Sérstakur krani fyrir tevatn
DANlEL ÓLAFSSON EHF.
SKÚTUVOGI 3 • 104 REYKJAVlK • SÍMI: 580 6600 • BRÉFASlMI: 580 6666
Netfang: gardar@danol.is - Heimaslöa: www.danol.l8