Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 14
Fréttir Jöfnunarsjóður Um 3,9 milljarðar til jöfnunar vegna reksturs grunnskóla Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun greiða tæpa 3,9 milljarða króna á þessu ári til sveitarfélaganna vegna reksturs grunn- skóla. Hæsta framlagið af þessu tilefni rennur til Akureyrarkaupstaðar eða 333,4 millj- ónir króna og Hafnarfjarðarkaupstaður fylgir á eftir með 313,3 milljónir. Reykja- nesbær fær 199,5 milljónir, Sveitarfélagið Árborg fær 150,4 milljónir, Sveitarfélagið Hornafjörður fær 137,4 milljónir, Borgar- byggð 137,2 milljónir og Sveitarfélagið Skagafjörður 136,4 milljónir. Önnur fram- lög eru undir 100 milljónum króna. Tæpir átta millja Utistandandi staðgreiðslutekjur sveitarfé- laganna voru um 7,8 milljarðar um sl. áramót. Það samsvarar liðlega hlut Kópa- vogskaupstaðar í staðgreiðslunni. Þetta kemur fram í samantekt Sambands ís- lenskra sveitarfélaga á uppgjöri sveitarfé- laganna vegna nýliðins tekjuárs. Hlutur Reykjavíkurborgar í staðgreiðsl- unni er 31,3 milljarðar króna. Hlutur Frá Akureyri. Kópavogsbæjar er 7,6 milljónir, Hafnar- fjarðarkaupstaðar 5,9 milljarðar og hlutur Akureyrarkaupstaðar er 3,9 milljarðar. Alls er hlutur sveitarfélaganna í landinu 78,6 milljarðar þegar tekið er mið af tímabilinu frá 1. janúar 2006 til 10. febrú- ar sl. Uppgjörið má nálgast f heild á vef- slóðinni www.samband.is . Hveragerðisbær Aukning tekna og gjalda um rúmar 500 milljónir Þriggja ára áætlun Hveragerðisbæjar gerir ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins fari úr rúmum 1.050 milljónum króna á árinu 2007 í rúmar 1.600 milljónir á árinu 2010. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða fari úr 955 milljónum króna í 1.465 millj- ónir. Áætlaðar skuldir við lánastofnanir við lok tímabilsins eru 1.174 milljónir króna. Þriggja ára áætlunin myndar ramma utan um rekstur og framkvæmdir á vegum bæj- arins út núverandi kjörtímabil. Innan þess ramma verða síðan sniðnar nákvæmar fjárhagsáætlanir frá ári til árs. í frétt frá Hveragerðisbæ segir að þrátt fyrir áherslu á aðhald í rekstri og þar með aukið svigrúm til framkvæmda, þá séu lántökur óhjákvæmilegar. Verði íbúaþróun á þessum tíma samkvæmt spám muni skuldir við lánastofnanir á hvern íbúa lækka á tímabilinu en á árinu 2007 er gert ráð fyrir því að fyrrnefndar skuldir verði kr. 344 þúsund en árið 2010 verði þær kr. 340 þúsund. rðar útistandandi Brussel Skrifstofan flutt í nýtt húsnæði Brussel-skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú flutt í nýtt húsnæði í borginni, sem gengur undir heitinu „Sveitarfélagahúsið." Formlegt heiti þess er „House of Cities, Municipalities and Regions," en hátt í tuttugu sveitarfélaga- sambönd og borgir verða þar til húsa auk Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) og Eurocities. Skrifstofan er á 4. hæð hússins, í góðum félagsskap með öðrum norrænum sveitarfélagasamböndum auk sveitarfélagasambanda Skotlands, Eist- lands og Lettlands. Flutningur sveitarfélagasambandanna í sameignlegt húsnæði með Evrópusam- tökum sveitarfélaga er án efa heillaspor en aðdragandinn að opnun þess er orðinn nokkuð langur. Cott samstarf þessara samtaka skiptir sköpum þegar reynt er að hafa áhrif á ákvarðanatöku Evrópusambandsins í málum er varða sveitarfélög. Færri sveitarfélagasambönd komust að í húsinu en vildu og því má segja að ákvörðun stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að opna skrifstofu í Brussel hafi verið tekin á rétt- um tíma. Nýtt heimilisfang skrifstofunnar er: Square de Meeus 1, B - 1000, Belgium. itjórnbúnad fyrir hitakerfi frá virkjun til heimilis Danfoss er leidandi í framleídslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 www.danfoss.is SFS 14 TÖLVUMIÐLUN www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.