Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 16
Byggðarannsóknir Mikil samskipti höfuðborgarsvæðis og nágrannabyggða Miklar breytingar hafa orðið á ferðavenjum fólks að undanförnu og munar þar mest um hratt vaxandi byggð í nágrannabyggðum höfuðborgarsvæðisins. Einnig er Ijóst að nokkrir staðir á landsbyggðinni eru öflugri þjónustukjarnar en aðrir. Þar ræður vegalengd frá höfuðborgarsvæðinu mestu en úrval á vöru og þjónustu einnig. Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur hjá Land-ráði sf., hefur á síðustu misserum unnið að rannsókn á ferðavenjum fólks og breytingum á áhrifasvæði höfuðborgar- svæðisins fyrir samgönguyfirvöld. í lok síð- asta árs lauk hann við fimmtu og síðustu greinargerðina í þessu verkefni. Rannsókn- inni er ætlað að vera upplýsingabanki fyrir stefnumótun í samgöngumálum og er þar að finna margs konar upplýsingar sem sveitarfélög landsins geta nýtt sér við áætl- anagerð og stefnumótun. Bjarni segir að markmiðið með þessum könnunum og úttektum sé fyrst og fremst að safna upplýsingum um ferðavenjur landsmanna, greina þær og túlka fyrir stefnumótun í samgöngumálum. „Ég lagði því megináherslu á að greina hlut höfuð- borgarinnar í ferðamynstri landsmanna, áhrifasvið hennar mælt í tíðni ferða, ferða- máta, helstu erindum og fleiri þáttum frá mismunandi stöðum á landsbyggðinni. Ég tel mikilvægt að fylgjast vel með ferðavenj- um landsmanna því þær endurspegla hinar öru breytingar sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum hvað varðar aukinn hreyf- anleika og bílaeign og einnig útvíkkun á virku búsetu- og at- vinnusvæði höfuðborgarsvæðisins." unin er að fylgja þessum könnunum eftir með árlegum viðhorfskönnunum á völdum þáttum í ferðavenjum fólks, sem nýta má sem mælanlega mælikvarða á markmið samgönguáætlunar. 100 kílómetrar eru ekki lengur fyrirstaða - Hverjar eru helstu niðurstöðurnar úr þess- um athugunum? „Þar má fyrst nefna þá breytingu sem orðið hefur á ferðavenjum að fólk setur orð- ið lítt fyrir sig að ferðast allt að eða yfir 100 kílómómetra vegalengd á hverjum degi til þess að sækja vinnu og þjónustu. í raun má kalla byggðarlögin í nágrenni við höfuð- borgarsvæðið, einkum á Suðurnesjum, Ár- borgarsvæðinu og í Borgarfirði, ferðabelti sem er í um eða innan 100 kílómetra akst- ursleið frá Reykjavík. Þessi svæði eru í mjög miklum og virkum samskiptum við höfuð- borgarsvæðið en á hinn bóginn dregur mjög hratt úr samskiptum við höfuðborgarsvæðið þegar komið er í 100 til 150 kílómetra fjarlægð. Þar liggja mörk hinna sam- tengdu atvinnu- og búsvæða út frá höfuðborginni og þar dregur snögglega mjög úr ferðum fólks á milli byggðarlaga og sveitarfé- laga." Fimm greinargerðir Þær fimm greinargerðir sem unnar voru í þessu rannsóknaverk- efni eru: Sumarferðir: Könnun á ferðum í júní til september 2004. Nóvember 2004. Vetrarferðir: Könnun á ferðum í desem- ber 2004 til febrúar 2005. Ágúst 2005. Erlendir ferðamenn á ís- landi. Þróun á ferðavenjum og áhrif á samgöngukerfi. Júní 2006. Könnun meðal farþega í innanlandsflugi í mars og apríl 2006. September 2006. Ferðir til Reykjavíkur frá 16 lands- byggðarsvæðum. Við- horfskönnun gerð í mars 2006. Nóvember 2006. Þessar greinargerðir eru all- ar aðgengilegar á heimasíðu samgönguráðuneytis undir samgönguáætlun. Eins er hægt að nálgast þær á heimasíðu Land-ráðs sf., www.landrad.is. Bjarni segir að út frá þessum gögnum sé hægt að vinna „sérkeyrslur" og greiningar fyrir þau sveitarfélög sem kannanirnar ná til. Ætl- Lágvöruverðsverslun og sjúkrahús mynda landshlutamiðstöðvar Bjarni segir glöggt koma fram að íbúar á þeim svæðum, þar sem lágvöruverðsverslun er ekki starfandi, fari oftar til höfuðborgar- svæðisins til að versla en ætla mætti miðað við fjarlægð viðkom- andi staða frá Reykjavík. Það sama eigi einnig við um heilbrigð- isþjónustuna. „Þar sem stærri sjúkrahús eru ekki til staðar þá fer fólk í mun meiri mæli „suður" eftir læknisþjónustu. Ef hins vegar öflugt sjúkrahús er til staðar er mun minna um slíkar ferðir. Fólk virðist bera traust til stærri sjúkrahúsanna á landsbyggðinni og telja að það fái jafn góða þjónustu þar og hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Reykjavík eða hjá sérfræðingum sem reka stofur á höfuðborgar- svæðinu." Bjarni kannaði einnig styrk einstakra staða sem landshluta- Yngra fólk og fólk sem er í hærri tekjuflokkum fer hlutfallslega meira til Reykjavíkur til að kaupa fatnað en aðrir. SFS 16 TÖLVUMIÐLUN www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.