Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 23
Fréttir Dalvíkurbyggð Sparisjóðurinn byggir menningarhús Svona mun menningarhúsiö á Dalvík líta út fullbyggt. Tölvumyndin er frá Fanneyju Hauksdóttur arkitekt. Ákveðið er að hefja byggingu menningar- húss á Dalvík á komandi hausti og er gert ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkun- ar um mitt næsta ár. Það er Sparisjóður Svarfdæla sem ætlar að láta byggja húsið og færa íbúum Dalvíkurbyggðar það að gjöf- Tilefni gjafarinnar er að liðið ár var það besta í sögu sparisjóðsins frá upphafi en hagnaður hans varð tæpur milljarður króna eftir skatta. f Ijósi svo góðrar af- komu hefur stjórn sjósins ákveðið að leggja til við aðalfund að sjóðurinn kosti byggingu menningarhúss á Dalvík. Stjórn sjóðsins hefur haft náið samráð við end- urskoðendur og fjármálaeftirlitið við mót- un þessarar hugmyndar og vinnslu máls- ins enda um óvenju stóra gjöf að ræða af hálfu stofnunar af þeirri stærð sem Spari- sjóður Svarfdæla er. 700 fermetra hús Menningarhúsið verður um 700 fermetrar að gólffleti og mun rísa í miðbæ Dalvíkur skammt frá ráðhúsi sveitarfélagsins. Spari- sjóður Svarfdæla hefur þegar látið hanna húsið og einnig sótt um lóð fyrir það og umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkt umsóknina með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi. Fanney Hauksdóttir, arki- tekt á Akureyri, er hönnuður hússins og studdist hún m.a. við smárann í merki sparisjóðanna við frumhönnun þess. Fjölnotasalur verður í menningarhús- inu sem notast mun til ráðstefnuhalds og sýninga auk menningarviðburða af ýms- um toga. Þá er gert ráð fyrir að útlána- deild bókasafnsins og afgreiðsla Héraðs- skjalasafns Dalvíkurbyggðar verði flutt í hið nýja menningarhús auk þess að þar verður komið fyrir upplýsingamiðstöð, kaffihúsi og öðru sem gæða á húsið lífi árið um kring. Framsýni og stórhugur Með byggingu menningarhússins mun miðbæjarmynd Dalvíkur breytast og þétt- ast auk þess að fá aukið vægi menningar í samfélagi við verslun og þjónustu. Jóhann Antonsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla, segir að stjórn sparisjóðsins hafi ákveðið, þegar Ijóst var á síðasta ári að afkoman yrði mjög góð, að samfélagið nyti þess með einhverjum hætti. Bygging menningarhúss varð fyrir valinu, ekki hvað síst vegna þess að á íbúaþingi, sem haldið var síðastliðið haust, komu fram raddir um að slíkt hús vantaði. Það má segja að þar hafi hug- myndin kviknað. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dal- víkurbyggðar, er afar ánægð með þetta Ný stjórn hefur verið skipuð fyrir Bjarg- ráðasjóð. Ríkharð Brynjólfsson, sem átti sæti í fráfarandi stjórn, gekk úr stjórninni en í hans stað var tilnefnd Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Aöalmenn stjórnar Stjórn Bjargráðasjóðs er nú þannig skipuð að aðalmenn eru: Sesselja Árnadóttir skrifstofustjóri, formaður og skipuð án til- nefningar; Guðbjartur Gunnarsson bóndi, Hjarðarfelli, Eyja- og Miklaholtshreppi, tilnefndur af Bændasamtökum íslands; Hörður Harðarson bóndi, Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tilnefndur af Bændasamtökum íslands; Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitar- stjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til- nefnd af Sambandi íslenskra sveitar- félaga. framtak sparisjóðsins sem hún telur mikil- vægan stuðning og viðurkenningu á öfl- ugu menningarlífi í sveitarfélaginu. Stjórn sjóðsins og forráðamenn hans hafi lengi komið myndarlega að bæði menningar- og íþróttastarfi á starfssvæði sínu og hún segist stolt af framsýni þeirra og stór- hug. Varamenn Varamenn í stjórn Bjargráðsjóðs eru: Guðrún A. Þorsteinsdóttir lögfræðingur, varaformaður, skipuð án tilnefningar; Svana Halldórsdóttir, Melum, Svarfaðar- dal, tilnefnd af Bændasamtökum Islands; Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, Jökuldal, tilnefndur af Bændasamtökum Islands; Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Elín R. Líndal, oddviti Húnaþings vestra, tilnefnd af Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Almenn deild og búnaöardeild Bjargráðasjóður byggir starfsemi sína á lögum um Bjargráðasjóð nr. 146/1995. Bjargráðasjóður skiptist í tvær deildir, al- menna deild og búnaðardeild, og er hlut- verk deildanna mismunandi. Fram- kvæmdastjóri Bjargráðasjóðs er Þórður Skúlason en aðalstarfsmaður sjóðsins er Birgir L. Blöndal. Bjargráðasjóður Ný stjórn skipuð tölvumiðlun H~Laun www.tm.is 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.