Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 26
Fréttir
Dalvíkurbyggð
Fullkomnasta fiskvinnsluhús í heimi!
Fyrirhugað er að reisa fullkomið fisk-
vinnsluhús á Dalvík í Dalvíkurbyggð á
komandi sumri. Er það fyrirtækið Sam-
herji sem standa mun að þessari framtíð-
aruppbyggingu fiskvinnslu í sveitarfélag-
inu.
Þetta kom fram í ræðu Þorstein Más
Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Sam-
herja, fyrir nokkru. Hann sagði að lögð
hefði verið mikil vinna innan fyrirtækisins
í að hanna fullkomnasta fiskvinnsluhús
heims í Dalvíkurbyggð. Fiskvinnsluhús fé-
lagsins á Dalvík hafi meðal annars verið
stærsti framleiðandi landsins á ferskum
fiskhnökkum undanfarin ár vegna þess að
hráefnisöflunin byggi öll á veiðum stærri
togskipa. Af sömu ástæðu hafi starfsfólk
frystihússins á Dalvík ekki verið kauplaust
einn einasta dag frá árinu 2000.
Þorsteinn Már sagði að framkvæmd
við að reisa fullkomnasta fiskvinnsluhús í
heimi væri mikil fjárfesting og að það
yrði að viðurkennast að menn hafi velt
fyrir sér innan fyrirtækisins hvort taka ætti
fyrstu skóflustunguna núna einhvern
næstu daga eða hvort bíða ætti með það
fram yfir kosningar í vor. „Ég er þeirrar
Núverandi fiskvinnsluhús Samherja í Dalvíkurbyggð.
skoðunar að við eigum ekki að horfa á
eftir fiskvinnslunni okkar til Kína eins og
svo margar Evrópuþjóðir hafa gert á síð-
ustu misserum. Við eigum að hætti for-
feðra okkar að safna liði og hefna," sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson í ræðu sinni.
- Mynd: Dagsljós.
Útgjaldajöfnun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Tíu sveitarfélög
Tíu sveitarfélög fá meira en 100 milljónir
króna til útgjaldajöfnunar á þessu ári og
eru nokkur sveitarfélög, sem orðið hafa til
með sameiningu á undanförnum árum, í
efstu sætunum.
Sveitarfélagið Skagafjörður færst hæsta
framlagið eða 221 milljón króna. Borgar-
byggð fer skammt á hæla Skagafjarðar
með 205,7 milljónir en þessi tvö sveitar-
félög eru þau einu sem fá meira en 200
milljónir króna f sinn hlut. ísafjarðarbær
kemur næstur með 156,1 milljón króna
framlag og Húsavíkurbær, sem nú hefur
sameinast fleiri sveitarfélögum undir nafn-
inu Norðurbyggð, fær 140,1 milljón.
Sveitarfélagið Hornafjörður fær 135,5
milljónir, Rangárþing eystra fær 129,4
milljónir, Húnaþing vestra 156,1 milljón,
með meira en 100
Sveitarfélagið Árborg 117,7 milljónir,
Akureyrarkaupstaður 111,3 milljónir og
Vestmannaeyjabær 109,5 milljónir.
Tvö stóru sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu, Kópavogsbær og Hafnarfjarðar-
kaupstaður, fá engin útgjaldajöfnunarfram-
lög og sömu sögu er að segja um nokkur
minni sveitarfélög. Má þar nefna Skorra-
dalshrepp, Fljótsdalshrepp, Ásahrepp og
Grímsnes- og Grafningshrepp, sem þó er
nokkuð fjölmennari en hinir þrír.
Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga lagði til að heildarútgjöld vegna út-
gjaldajöfnunarframlaga verði 3,7 milljarð-
ar króna á þessu ári og félagsmálaráð-
herra samþykkti síðan tillögur nefndarinn-
ar. Framlögin verða greidd mánaðarlega
en 10% af áætluðum framlögum verður
Tálknafjarðarhreppur
Sparkvöllur í su
Sparkvöllur verður byggður á Tálknafirði í
sumar. Tálknafjarðarhreppur hefur fengið
úthlutað sparkvelli hjá KSÍ en slíkum völl-
um hefur verið komið upp í mörgum
sveitarfélögum.
Allri jarðvegsvinnu varðandi völlinn á
að vera lokið fyrir 10. júní og þá mun
mar
hópur fólks koma á svæðið til að leggja
grasið. í ósamþykktum drögum að endur-
skipulagningu skólalóðar Grunnskóla
Tálknafjarðar, sem Landmótun hefur
unnið, er gert ráð fyrir staðsetningu
sparkvallar í námunda við skólabygging-
una.
milljónir hvert
haldið eftir til að mæta því ef ráðstöfunar-
fé sjóðsins verður minna eða útgjöld
meiri en áætlað hefur verið. Framlögin
verða síðan gerð upp í desember.
Sandgerðisbær
Styrkur vegna
örygg ishnappa
Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða
eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá
sér öryggishnapp frá Securitas og getur
styrkurinn numið meira en helmingi af
þeim kostnaði sem fellur á hvern einstak-
ling.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkti
á liðnu hausti að allir íbúar bæjarins 67
ára og eldri og auk þess öryrkjar sem
óska eftir öryggishnappi, fái styrk frá bæj-
arfélaginu. Það mun auk þess standa
straum af kostnaði vegna uppsetningar.
Notendur greiða því aðeins áskrift að
hnappinum, sem er 1.350 krónur á mán-
uði. Gert er ráð fyrir því að kostnaður
bæjarfélagsins vegna uppsetningar á
hnappnum geti orðið allt að 3,3 milljón-
um króna.
26
TÖLVUMIÐLUN
SFS
www.tm.is