Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Page 29

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Page 29
Sveitarfélagið Álftanes Miðsvæði með þjónustu og íbúðum í uppbyggingu Mikil uppbygging og bætt þjónusta við íbúa einkenna áætlun bæjaryfirvalda í Sveitarfélaginu Álfta- nesi til næstu ára. Fyrirhugað er að byggja upp sérstakt miðsvæði í sveitarfélaginu og er gert ráð fyrir að íbúar verði orðnir allt að 3.800 í lok áratugarins. Sigurður Magnússon bæjarstjóri á skrifstofu sinni á Bjarnastöðum á Álftanesi. Fyrir um þremur áratugum var Álftanesið eins konar sveit á bæjarmörkum. Um 1980 tengdust um 8% ársverka í sveitar- félaginu enn landbúnaði þar sem bújarðir og býli voru í ábúð og búið með naut- pening, sauðfé og hænsni auk nokkurs út- ræðis. Þótt landbúnaður megi heita aflagður á Álftanesi má enn sjá menjar um búskap. Túnum er haldið við og hey- skapur enn stundaður þótt heyfengurinn fari nú einkum til fóðrunar hrossa en ekki sauðfjár og mjólkurkúa. Nær þreföldun íbúafjölda á rúmum 20 árum Á árinu 1984 bjuggu um 800 manns í Bessastaðahreppi, eins og sveitarfélagið hét um langan tíma, en nú búa um 2.300 manns í Sveitarfélaginu Álftanesi, eins og það heitir nú. Breytingin úr sveit í bæ hef- ur þó farið fremur hægt og mikill áhugi er á meðal íbúanna að viðhalda einkennum sveitarinnar og þá einkum strandlengj- unnar umhverfis nesið. Flestir íbúanna sækja vinnu inn á höfuðborgarsvæðið en lítið er um atvinnustarfsemi á Álftanesi ef frá er talin stjórnsýsla sveitarfélagsins, skólahald og önnur þjónusta; alls um 200 störf. Engin verslun er á Álftanesi ef frá er talin smáverslun eða lítil greiðabúð, sem selur það sem kalla má allra brýnustu lífs- nauðsynjar og íbúarnir eru því nær alger- lega háðir því að ferðast til Hafnarfjarðar, Garðabæjar eða lengra inn á höfuðborgarsvæðið til verslun- ar. Þetta gæti þó breyst í fram- tíðinni því unnið er að hug- myndum um framtíðarmið- bæjarskipulag þar sem gert er ráð fyrir aukinni þjónustu og þar á meðal matvöruverslun. í stuttu máli má segja að bygging þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða, bygging lokaáfanga Álfta- nesskóla og nýrrar sundlaugar setji svip á væntanlegar framkvæmdir í sveitarfélag- inu auk umhverfis- og menningarmála sem sveitarstjórnin hefur sett á forgangs- lista. Sveitarstjórnarmál hittu Sigurð Magn- ússon, bæjarstjóra á Álftanesi, á dögun- um. Ný íbúða- og þjónustubyggð Sigurður segir Álftnesinga gjarnan tala um sveit í borg þegar skipulagsmálin eru ann- ars vegar. Þeim sé annt um umhverfið þótt margir vilji sjá aukna þjónustu. Hann segir sveitarstjórnina reyna að framfylgja þessum sjónarmiðum og þá fyrst og fremst um varðveislu strandsvæðanna, sem séu sérkenni Álftaness, enda ekki langt síðan byggðin hafi einkennst af sveit og annarri dreifbýlisbyggð. „Nú er engin kýr á Álftanesi, kindur aðeins á einum bæ og enn gerir útvegsbóndinn í Gesthúsum út frá Gesthúsavör." En nýr tími er að taka við og Sigurður segir ýmsar breytingar á döfinni. „í þriggja ára áætiun bæjarstjórnarinnar fyrir árin 2008 til 2010 er gert ráð fyrir mikilli fjölgun ibúa á Álftanesi. Þegar eru hafnar byggingafram- kvæmdir á stórum byggingar- svæðum, bæði á Sviðholti og á Kirkjubrú, og gert ráð fyrir að þau verði fullbyggð á þessu og á næsta ári. Á því sem kallað er miðsvæði og er austan Suð- urnesvegar gegnt Bessastöðum er áætlað að reisa blandaða byggð þjónustustofnana og íbúða. Ég geri ráð fyrir að framkvæmdir á miðsvæðinu hefjist á næsta ári og standi yfir fram á árið 2010. Þar erum við að koma upp „Ég tel að þetta gæti orðið kjörinn staður fyrir aðila sem eru að vinna á alþjóðavísu og teldu sig hafa ávinning af því að staðsetja starfsstöðvar sínar í þessu fallega umhverfi nálægt bústað forseta íslands." tölvumiðlun H-Laun www.tm.is 29

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.