Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 31
ið vegna þess að sérkenni Álftaness og búsetukostirnir, sem fólk sækist eftir, tengjast opnum strandsvæðum. Við höf- um talað fyrir því að þetta varði ekki að- eins Álftanesið heldur höfuðborgarsvæðið sem heild og íbúa þess. Þótt fólk eigi að- gang að óspilltri náttúru í Heiðmörkinni, Bláfjöllum og víðar í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins þá viljum við halda ströndun- um og Skerjafirðinum opnum fyrir al- menning til útivistar. Það er ákveðin upp- lifun í því að fá að kynnast þessu um- hverfi: Ganga fjörurnar, virða fugla- og fjörulífið fyrir sér og horfa út á hafið með öllum sínum breytileika." Sigurður segir margt fjölskyldufólk hafa sóst eftir búsetu á Álftanesi en fjölskyldu- samsetning sé vitaskuld mismunandi. „Þess vegna höfum við verði að skipu- leggja talsvert af minni íbúðum, sem geta hentað smærri fjölskyldum. Þar er bæði um að ræða miðaldra fólk, sem búið er að koma börnunum upp og vill minnka við sig, og einnig einstaklinga." Fjölskyldumál eru í fyrirrúmi En þótt skipulagsmálin séu fyrirferðar- mikil hefur bæjarstjórnin tekið á ýmsum félagsmálum og innra starfi þjónustustofn- ana. „Gerður hefur verið samningur um stækkun íþróttamiðstöðvar og nýja sund- laug og íþrótta- og tómstundaaðstaða verður því stórbætt á næstu árum. Ákveð- ið hefur verið að byggja þjónustumiðstöð fyrir aldraða og bjóða þeim upp á ný bú- setuúrræði um leið og fjármunir til heimaþjónustu verða auknir. Eins er ætl- unin að auka fjármuni almennt til félags- og menningarmála og til æskulýðsstarfs. Einnig hefur verið komið á móts við barnafólk með lækkuðum gjöldum í leik- skóla og á skólamáltíðum í grunnskólan- um og með sérstökum greiðslum til for- eldra ungra barna. Fjölskyldumál eru þvf fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar." Listin stendur föstum fótum - Stundum var sagt að hér byggju aðeins sveitamenn og arkitektar en margir þekkt- ir arkitektar hafa byggt sér ból hér á nes- inu í gegnum tíðina. Er fjölbreytnin orðin meiri nú? „Já, já, en ég hef stundum velt því fyrir mér hvað arkitektarnir voru að sækja hingað og látið mér koma til hugar að umhverfið hér og náttúran hafi veitt þeim innblástur og kannski friðsæld sem var þeim nauðsynleg vegna sköpunar sinnar og vinnu. Það búa margir arkitektar enn á Álftanesinu og einnig listamenn í ýmsum greinum. Ég hef stundum nefnt sem dæmi um hversu listin stendur föstum fótum á Álftanesi að á 75 ára afmæli Hannesar Péturssonar skálds fyrir nokkrum árum efndum við til samkomu honum til heið- urs í Álftanesskóla og þar voru honum flutt fimm frumsamin tónverk eftir jafn- mörg tónskáld sem öll búa á Álftanesi. Ég held að þetta hefði tæpast getað gerst í mörgum bæjum af sömu stærðargráðu." Hér er unnið á einu af nýbyggingarsvæðunum í sveitarfélaginu. og náttúrufræðisetur Menningar- Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að hugmynd um menningar- og náttúrufræðisetur á Álftanesi og hefur bæjarfé- lagið m.a. látið kanna grundvöll fyrir setrið, staðsetningu þess og annað sem máli kann að skipta. í nóvember sl. gerðu Sveitarfélagið Álftanes og Þyrping hf. með sér samstarfssamning vegna undirbúningsvinnu í tengslum við mögulega uppbyggingu. Samningurinn gerir ráð fyrir fjár- framlagi frá báðum aðilum og er því ætlað að standa straum af kostnaði við skilgreiningu á starfsemi setursins, þarfagreiningu og uppsetningu rekstraráætlunar. Þá er einnig unnið að því að finna út hugsanlega notendur og komast að samkomulagi við þá um aðstöðu og rekstur. Áformað er að reist verði metnaðarfull bygging, sniðin að umhverfi og þörfum setursins. Gert er ráð fyrir að taka megi á móti allt að 60-100 þúsund ferðamönnum árlega og einnig yrði um að ræða aðstöðu til sýningahalds sem tengdar yrðu sögu landsins og sögu lýðveldis hér á landi. Auk þessa hlutverks gæti húsið orðið miðstöð friðaðs strandsvæðis við Skerjafjörð, sem stjórnvöld áforma að verði að veruleika. Gert er ráð fyrir að starfsemi í menningar- og náttúrufræði- setrinu á Álftanesi verði mjög fjölbreytt og með alþjóðlegu yfir- bragði. Framkvæmdatími vegna byggingarinnar gæti orðið um tvö ár og ef áætlanir ganga eftir verður hægt að taka þetta nýja setur í notkun á árinu 2009. tölvumiðlun H-Laun www.tm.is 31

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.