Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 33
Skólamál
Fyrsta starfsárið er mikilvægt námsár
María Steingrímsdóttir, lektor við Kennarddeild Háskólans á Akureyri, skrifar.
Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á
málstofu á vegum Sambands íslenskra sveit-
arfélaga 6. mars sl. og fjallaði um rannsókn
sem ég gerði skólaárið 2003 til 2004 á
fyrsta starfsári ný brautskráðra grunnskóla-
kennara til að varpa Ijósi á reynslu og upp-
lifun þeirra af fyrsta starfsári í íslensku
skólaumhverfi.
Stærri hluti uppeldishlutverks
Starf kennara hefur breyst mjög hin síðari
ár. Þeir þurfa að vera tilbúnir til að takast á
við síbreytilegt samfélag og krafa er gerð til
þeirra um að sinna nemendum á mun víð-
tækari hátt en áður var. Ætlast er til þess að
kennarar finni leiðir til að laga námið að
mismunandi þörfum nemenda. Tæknivæð-
ing og aukið foreldrasamstarf hafa einnig
breytt starfsumhverfi kennara og gert það
fjölþættara og flóknara en áður var.
Skólamálaumræðan í þjóðfélaginu hefur
einnig snúist um auknar kröfur á hendur
skólunum og þeim sem þar starfa. Þær fela
meðal annars í sér þrýsting um að þeir taki að sér stærri hluta af
því uppeldishlutverki sem heimilin gegndu að mestu leyti áður á
sama tíma og foreldrar og forráðamenn hafa vaxandi áhrif á
skólastarf og menntun barna sinna.
Það er því mikil og krefjandi vinna sem bíður kennara sem
eru að fóta sig á nýjum starfsvettvangi. Strax frá fyrsta starfsdegi
er þeim falin full ábyrgð á vinnu og velferð nemenda sinna í
skólanum. Þrátt fyrir að hafa þriggja ára kennaramenntun að baki
gengur þeim misvel að fást við þessa ábyrgð og margþætt og
flókið starf. Ljóst er að það er margt sem felst í kennarastarfinu
sem alls ekki er hægt að kenna í kennaranáminu en verður að
lærast á vettvangi.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til að þegar form-
legu kennaranámi Ijúki horfi nýir kennarar björtum augum á
komandi starf. Margir þeirra hafa metnaðarfullar hugmyndir um
á hvern hátt þeir vilja sinna því og á hvað þeir vilja leggja
áherslu. Góður undirbúningur er samt ekki nóg. Fram kemur að
nýi kennarinn þarfnast handleiðslu ráðunautar sem hann getur
leitað til með spurningar um fagleg sem hagnýt atriði.
Lítill munur á móttökum nýliða og eldri
starfsmanna
í rannsókninni kemur fram að formlegar móttökur nýliða í skól-
unum voru harla litlar og ómarkvissar og halda lítið sem ekkert
utan um nýja starfsmanninn. Svo virðist sem lítill munur sé á
móttökum nýliða og eldri starfsmanna þegar skólar hefjast að
hausti.
Enn fremur komu fram sterkar vísbendingar um að nýir kenn-
arar fái ekki þann stuðning sem þeir telja
sig þurfa til þess að finna til öryggis, að þeir
geti náð árangri í starfi og fái tækifæri til að
nýta þekkingu sína úr náminu. Afleiðingar
þessa eru þær að nýliðum er hætt við að
lenda í erfiðleikum sem hægt væri að koma
að mestu í veg fyrir með góðri innleiðingu í
starfið og góðum stuðningi. Ef þeir fá stuðn-
ing við að aðlagast er líklegt að þeir nái
meiri árangri, verði öruggari og skapi með
sér jákvætt viðhorf sem svo leiðir til meiri
starfsþroska og fagvitundar.
Sé litið til þeirrar ábyrgðar sem nýliðum
er falin og þeirrar tilhneigingar að líta á þá
sem fullgilda starfsmenn strax í upphafi er
umhugsunarvert að ekki skuli ætlaður tími
til aðlögunar og markvissrar leiðsagnar. Það
eru ekki aðeins skólastjórnendur sem ætlast
til að nýliðar standist þetta álag heldur hafa
nemendur og foreldrar sömu væntingar til
þeirra og reyndari kennara. Það hlýtur þvf
að vera mikilvægt að styðja þá þannig að
þeim sé gert kleift að standa undir þeim
kröfum sem til þeirra eru gerðar.
Niðurstöður úr rannsókninni eru mjög sambærilegar við er-
lendar rannsóknir sem sýna fram á að fái nýir kennarar ekki góð-
an stuðning í upphafi sé hætta á að þeir gefist upp, þrói með sér
aðferðir til að lifa af álagið, starfsþróun verði lítil sem engin og
oft leiði það til neikvæðni (Feiman-Nemser 2003). í þessu sam-
bandi má minna á að í rannsókn Önnu Þóru Baldursdóttur
(2000) á kulnun grunnskólakennara kemur fram að kennarar á
fyrsta starfsári sýna sterk einkenni kulnunar. Það telur hún að
rekja megi til lítils stuðnings í upphafi kennsluferils.
Miðað við vísbendingar sem fást úr þessari rannsókn og er-
iendum rannsóknum tel ég að nokkur atriði sé brýnt að laga og
nefni hér nokkur úrræði sem gætu stutt markvissari móttöku og
leiðsögn með nýjum kennurum og þar með stuðlað að meiri fag-
mennsku í skólastarfi.
Skipuleggja þarf móttökur nýrra kennara vel
Skipuleggja þarf móttökur nýrra kennara vel og gera þær mark-
vissar frá hendi hvers skóla og skólayfirvalda í hverju skólaum-
dæmi, þótt formlega séu litlar kröfur um það í lögum og reglu-
gerðum. Þetta þarf að gera á þann hátt að nýliðinn upplifi sig
ekki í einan á báti fyrstu daga og vikur í starfi. Allir nýliðar ættu
að fá sinn leiðsagnarkennara strax þegar mætt er til starfa.
Vanda þarf val leiðsagnarkennara, þeir þurfa að þekkja hlut-
verk sitt og fá um það fræðslu á hvern hátt þeir geti best leiðsagt
nýliðum.
Tryggja þarf að skipulag leiðsagnar sé þannig að leiðsagnar-
kennara gefist tími og tækifæri til að sinna þeim verkefnum sem
Ö tölvumiðlun H-Laun www.tm.is
33