Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 2

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 2
hermes útgefandi: NSS 1970 - 11. órg. -1. tbl. ritstjóri: REYNIR INGIBJARTSSON aðrir I ritstjórn: DAGUR ÞORLEIFSSON GUÐMUNDUR PÁLL ÁSGEIRSSON JÓNAS FR. GUÐNASON setning og prentun: PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR myndamót: RAFGRAF Hér kemur fyrir sjónir ykkar félagar góðir fyrsta tölublað Her- mesar á þessu ári og jafnframt hið eina í rúmt ár og er það miður. Þetta blað er hið átjánda í röðinni frá upphafi og eru lesendur beðnir að athuga það, að ekkert hefti númer 17 hefur komið út, þar sem þau mistök urðu í fyrra, að hefti það, sem þá kom út bar sama númer og annað tölublað frá 1968, sem fjallaði um Nóbelsverðlauna- skáldið Asturias. Ekkert Nóbelsblað kom út í fyrra og er orsök þess sú, að engin Nóbelskynning var í Samvinnuskólanum í fyrravetur. í haust verður hins vegar væntanlega gefið út blað af Hermesi, þar sem fjallað verður um þau skáld bæði, sem kynnt voru á Bifröst í vetur sem leið. Eins og sjá má af efni þessa heftis hefur talsvert líf verið í starfi NSS að undanförnu. Gallinn er bara sá að félagar, sem búsettir eru utan Reykjavíkursvæðisins hafa litla möguleika til að vera með í starfi. Þótt Hermes flytji þeim einhverjar fréttir, þá duga þær skammt á móts við það, að fylla hóp skólafélaga. Hefur margt verið rætt um úrbætur en fátt virðist um haldgóð úrræði, sem jafna þennan aðstöðumun á milli dreifbýlismanna og þéttbýlisbúenda. Eitt af því sem borið hefur á góma varðandi starfsemi NSS, er þörf á húsnæði fyrir félagsstarfið. Hefur stjórn NSS í tilefni þess m. a. ritað stjórn Sambands ísl. Samvinnufélaga bréf, þar sem hreyft er hugmynd, sem áður hefur komið fram þess efnis, að gera hús Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem er í eigu SÍS að félagsmiðstöð Samvinnumanna og skapa þar aðstöðu fyrir margháttað félagsstarf. Hús þetta, sem teiknað er af snillingnum Guðjóni heitnum Sam- úelssyni, mun geta hentað mjög vel til félagsstarfsemi og væri mjög við hæfi ef hús þetta, sem mun verða rýmt innan tíðar, yrði sann- kallaður félagsvettvangur og NSS ætti þar hlut að máli. í þessu hefti Hermesar hefur verið reynt að fylgja svipaðri efnis- tilhögun og að undanförnu. Ef til vill finnst sumum efnið helzt til skólabragslegt og djúpt á alvörunni. Vera má að svo sé. Ég held þó að vettvangar fyrir alvörumeiri skrif séu nægir. Hugblær skóla- áranna á líka sitt líf. Hvers vegna ekki að gefa hinum gáskafullu og hugljúfu Bifrastarárum svolítið lengra líf á síðum Hermesar, þótt nokkur ár séu liðin frá skólaslitadeginum á Bifröst hjá okkur Reynir Ingibjartsson sumum.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.