Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 3

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 3
Skýrsla stjórnar Starfsskýrsla flutt af formanni, Sœvari Sigurgeirssyni á aðalfundi NSS að Bifröst, 31. ágúst 1969. Starfsemi Nemendasambandsins á síðastliðnu ári hófst að venju á, að haldinn var dansleikur í Tjarnarbúð, kynningardansleikur fyrir verðandi nemendur að Bifröst. Þann 27. desember var haldinn aðaldansleikur ársins og þá í Þjóðleikhúskjallaranum. Var að- sóknin því miður ekki eins góð og við hafði verið búizt, hvort sem kenna má um mislingum, sem þá voru að ganga eða minnkandi samtakamætti og félagshyggju. Annars einkenndist starfsemin aðallega af tvennu. í fyrsta lagi: lélegum fjárhag og í öðru lagi af tilraunum í starfseminni, sem stundum áður hafði verið gefizt upp á. Til að mynda var komið á fót þriggja kvölda tvímenn- ingkeppni í bridge, sem 14 pör tóku þátt í og heppnaðist ljómandi vel. Sama má segja um fé- lagsvist sem haldin var að Hótel Sögu og hrað- skákkeppni sem haldin var í sal Skáksambands- ins. Sýndu þessar tilraunir, að góður grundvöllur er til að halda áfram á þessari braut. Má þar nefna jafnvel sveitakeppni í bridge og skák- keppni þar sem keppt yrði um skákmeistaratitil NSS. Gæti sú keppni staðið í einn til tvo mánuði. Ennfremur getum við nefnt félagsvist, þar sem spilað væri reglulega einu sinni í mánuði. Ein tilraun er ónefnd, en hún er sú að tekin voru á leigu húsakynni Dansskóla Hermanns Ragnars, og var hugmyndin að bjóða þar upp á skemmtun með plötumúsik, þar sem kostnaður væri enginn, ef það væri hann sem fólk helzt setti fyrir sig. En því miður tókst þetta ekki eins vel og vert hefði verið. í lok marz fór 19 manna hópur að Bifröst til kynningar á NSS. Var haldinn kvöldvaka og keppt við heimamenn í skák og stökkum, þar sem aðilar skildu jafnir í hvorutveggja, en þeir unnu aftur á móti knattspyrnuna. Þótti ferðin takast mjög vel. í tilefni af 10 ára afmæli Nemendasambandsins og 50 ára afmæli Samvinnuskólans ákvað stjórn NSS og fulltrúaráð að veita grip, er hljóta skyldi nafnið Félagsstyttan, þeim nemanda er skarar fram úr á sviði félagsmála ár hvert. Var Sveinn Ólafsson myndskeri fenginn til að smíða gripinn í stuðlabergsformi að sjálfsögðu. 4. maí fór fulltrúi frá NSS að Bifröst og afhenti hann Félagsstyttuna við skólaslitin. Fyrstur til að hljóta gripinn var Atli Freyr Guðmundsson, en hann fékk afsteypu til eignar. Nemendasambandið tók að sér dreifingu á Vefaranum, þar sem 50 ára afmælis skólans var sérstaklega minnzt. Félögum úti á landsbyggð- inni var sent það að kostnaðarlausu en aðrir greiddu 50 kr. fyrir blaðið. í vor kom 16. tölublað Hermesar út. Var það fjölbreytt að efnisvali og aðstandendum þess til mikils sóma, sérstaklega Reyni Ingibjartssyni ritstjóra. Á árinu voru haldnir einir þrír fundir með Fulltrúaráðinu en það skipuðu þessir fulltrúar. Sigfús Gunnarsson fyrir 1957 Haukur Harðarson fyrir 1958 Þráinn Scheving fyrir 1959 Logi Runólfsson fyrir 1960

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.