Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 4

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 4
Núverandi stjórn NSS, kjörin ó aðalfundi ó Bifröst í fyrra. Fró vinstri: Ágúst Haraldsson, spjaldskrórritari, Sœvar Sigurgeirsson, gjaldkeri, Halldór Ágrímsson, ritari, Atli Freyr Guðmundsson, formaður, Kristín Bragadóttir, í varastjórn, og Jónas Fr. Guðnason, fulltrúi stjórnar í ritnefnd Hermesar. Lilja Ólafsdóttir fyrir 1961 Hlöðver Örn Vilhjálmsson fyrir 1962 Hanna Hallsdóttir fyrir 1963 Óli H. Þórðarson fyrir 1964 Pétur Már Helgason fyrir 1965 Jónas Guðnason fyrir 1966 Björk Kristjánsdóttir fyrir 1967 Ágúst Haraldsson fyrir 1968 Þetta fulltrúaráð er bæði ráðgefandi og þá ekki síður framkvæmdaraðili, þar sem það hefur haft milligöngu milli árganganna og stjórnarinnar t. d. í sambandi við innheimtu árgjalda o. fl. Eins og þið vitið þá voru í fyrrahaust gerðir fánar með merki NSS. Stjórnin og Fulltrúaráðið voru ekki allskostar ánægð með þann fána, þannig að ákveðin var gerð nýs fána eða öllu heldur litum breytt í það form sem þið hafið séð á borðum á þessu nemendamóti. Er öllum gefinn kostur á að eignast þennan fána, en hafi einhver keypt þann gamla þá getur hann fengið þennan endurgjaldslaust. Hér hefur verið stiklað á stóru um starfsemi Nemendasambandsins á því starfsári, sem nú er að ljúka. Persónulega vil ég þakka öllum þeim sem hafa létt mér störf og gert þetta ár ánægju- legt. Sérstaklega þakka ég meðstjórnarmönnum mínum góð störf og ánægjuleg kynni.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.