Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 6

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 6
Þegar Hekla var að rumska á dögunum, héldum við 3 kaupfélagsmenn á Húsavík fram að Laug- um til fundar við Hróar Björnsson kennara þar og hugðumst segja Hermesi vini okkar frá för þeirri síðar. Við fengum konunglegar móttökur, en það kemur kunnugum varla á óvart. Hróar býr með fjölskyldu sinni í reisulegu húsi er nefnist Tröð. Þar hafa þau búið síðan vorið 1966. „Við teiknuðum húsið hjónin“, segir Hróar, „allt nema arininn og þurftum þó að breyta honum“. — Og okkur er sagt frá því, er Hróar fékk vin sinn Svein Kjarval til að teikna arin í stofuna — hvað hann og gerði. Þótti þeim hjónum sem arininn yrði æði stórfenglegur, ef farið væri eftir teikningu listamannsins og höfðu orð á því við hann. „Stækkið þá stofuna", sagði meistarinn. Þarna virðist vel frá öllu gengið, jafnvel lítil tjörn er sunnan undir húsinu — sjáanlega gjör af mannahöndum. Ekki er hún þó ætluð til fiski- ræktar, þrátt fyrir jarðhita í nánd. En okkur verður starsýnt á fleira. Einn dýrgripanna í stof- unni er bekkur með vegg. Hann mun vera eina HEIMSÓKN í TRÖÐ RœH viS Hróar Björnsson. Spyrjendur: Haukur Logason og Hreiðar Karlsson. Myndir: Jón Jóhannesson. rúm, sem Hörður Haraldsson hefur fengið nógu langt, enda 3,60 m að lengd. Við hyggjumst fara gáfulega að og spyrjum Hróar eftir aldri. „Ég er fæddur 14. október 1920 — sem sagt nærri fimmtugur“. Við ákveðum að muna það í haust, en erum feimnari við að spyrja frúna á sama veg, „en það gerir ekkert til, ég er svo ung, fædd 7. janúar 1933“. Og börnin eru orðin fjögur, Elín 15 ára, Sigurður 13, Björn 7 ára og Þorbjörg 8 mánaða. Þess ber að geta, að Hróar er frá Brún í Reykjadal, en kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir er frá Úthlíð í Biskupstungum. Við innum Hróar eftir skólagöngu. „Ég var aldrei í barnaskóla. Það var farskóli einhvers staðar úti í dal — við lærðum heima og tókum svo próf. Pabbi kenndi okkur og svo kenndu þau eldri hinum yngri“. Síðan kemur löng upptaln- ing: Laugaskóli, íþróttakennaraskóli, búskapur á Brún, nám í handavinnudeild kennaraskólans og handíða- og myndlistarskólanum. Síðan kennsla einn vetur við handavinnudeildina. Þá er komið að Bifröst og við spyrjum Hróar hvernig honum hafi þótt að koma þangað og stjórna vitleysingjunum, sem þar voru. „Ég hafði mjög gaman af að vinna með unga fólkinu — flaugst á við strákana og fór jafnvel með þeim í fótbolta, þótt fótalaus væri frá upphafi“. — Hróar kímir við, en Haukur á líka góðar minn- ingar frá þessum tíma og innir eftir skemmtileg- um atvikum. Segir Hróar okkur þá frá Bauluför þeirra Harðar, er þeir fóru að vorlagi, þegar skóla var lokið. Eftir að hafa setið um stund á toppinum, fóru þeir að hugsa fyrir rólegri og skemmtilegri ferð niður og sáu þá fönn, líklega austan í fjall- inu, sem náði frá toppi niður á jafnsléttu. Þeir ákváðu að nota fönnina og tóku sér oddhvassa

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.