Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 11

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 11
Kristín, Sigrún Huld, Magnús Freyr og Hrafn. haldsnámið og þegar ég lauk því vorið 1966 hóf ég störf hjá Samvinnutryggingum, en hafði reyndar unnið hjá þeim sumarið milli bekkja í Samvinnuskólanum. Hjá Samvinnutryggingum starfaði ég svo, þar til ég hóf kennslu hér haustið 1968 að undan- skyldum fjórum mánuðum, þ. e. frá því í janúar 1968 og fram á vor, er ég sótti námskeið í skrif- stofuhagræðingu í Svíþjóð hjá sænska vinnu- veitendasambandinu, og starfaði jafnframt í skrifstofuhagræðingardeild „FOLKSAM“, trygg- ingafélagi sænskra samvinnumanna. Ég hafði haft mikinn áhuga á að kynna mér þessi mál og sótt námskeið varðandi þau hér heima, og er ég kom heim frá Svíþjóð starfaði ég að skrifstofuhagræðingu hjá Samvinnutrygging- um í sambandi við svonefnda kerfisbindingu- IBM 360/20, sem verið var að koma á. Svo var það, að ég sá auglýsingu um að laus væri kennarastaða hér á Bifröst, og ég ákvað að sækja um. Ég hafði fengið örlitla nasasjón af kennslu, er ég var í framhaldsnáminu og kenndi hér hluta úr vetri, en fyrst og fremst var það þó staðurinn, skólinn, sem laðaði mig til þess, og ég vissi að hverju ég myndi ganga, ef ég yrði ráðinn sem kennari. — Hvaða greinar tókstu svo að þér að kenna? — Ég tók við bókfærslu- og vélritunarkennsl- unni af fyrirrennara mínum, Húnboga Þorsteins- syni, og síðan tók ég að mér vörufræðikennslu, sem nú hefur fengið nýtt nafn, framleiðslufræði, og við höfum reynt að sveigja meir að fram- leiðslustigum eða verzlunarlandafræði í stað beinnar vöruþekkingar. Einnig tók ég við kennslu í verzlunarreikningi af Herði Haraldssyni, sem tók að sér alla þýzku- kennsluna, og tel ég það mikinn kost, að bók-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.