Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 13

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 13
miklu út úr markaðnum og hvernig varð rekst- ursútkoman? Niðurstöðurnar voru svo keyrðar í gegnum rafreikninn, sem skilaði efnahags- og reksturs- reikningi ársfjórðungslega, og síðan var gert upp eftir árið. Voru niðurstöður nemenda mjög jákvæðar, t. d. jókst eigið fé fyrirtækjanna stórlega. Er mér kunnugt um, að enginn skóli hefur farið í þennan stjórnunarleik fyrr hérlendis, ef undan er skilin viðskiptadeildin í Háskólanum. — Veturinn 1968—1969 leystu nemendur í öðr- um bekk af hendi ákveðin hópverkefni í reksturs- hagfræði og bókhaldi. Hver er skoðun þín á slíkri hópvinnu og mun hún brátt leysa utanbókar- staglið af hólmi? — Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að ef hægt er að koma við slíkum hópverkefnum, þá skila þau langtum betri árangri en venjuleg kennsla, og bezt væri auðvitað, ef hver kennari gæti kennt svona fimm manna hópi, en það þarf fjármagn til slíks. Þessi tilraun, sem gerð var í rekstrarbókhaldi tókst að ég held mjög vel og sýndi, hvað hægt er að gera í heimavistarskóla með ekki of marga nemendur. Til að styðja þetta enn betur, þá er hér ágætt bókasafn og okkur hafa áskotnazt á síðustu mán- uðum ýmis tímarit um efnahagsmál, sem mikill fengur er að. — Álítur þú þá núverandi stærð skólans heppi- lega, og að orkað geti tvímælis, að stækka hann frá því sem nú er? — Ég held að þessi skóli megi ekki vera miklu stærri, og ef hér væri t. d. 200 manna skóli, þá væri hér ekki sú samheldni, sem er meðal nem- enda þessa skóla. Þetta er eins og ein fjölskylda hér. — Hvaða munur finnst þér á, að hafa bæði verið hér sem nemandi og kennari? — Það er kannske ekki eins mikill munur og halda mætti. Margvíslegir kostir fylgja því, að hafa verið hér nemandi. Maður þekkir skólabrag- inn, og sem kennari á maður auðveldara með að setja sig í spor nemendanna. Mér finnst að skóla- lífið hafi breytzt mjög lítið, og furðulegt hvað við höldum í gamlar „tradisjónir“. — Og nemendurnir, finnst þér þeir nokkuð hafa breytzt? — Mér virðist það ekki. Árgangarnir eru að vísu misjafnir frá ári til árs varðandi áhugamál. Nú eigum við t. d. mjög gott skáklið og góða hljómsveit. í fyrra voru hér mjög góðir söng- menn, og þegar ég var nemandi var hér gott ,,Happening“ (uppákoma) höfð í frammi í Hátíðarsal skólans.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.