Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 17

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 17
Bifrastarfréttir Sunnudaginn 15. marz sl. mun það hafa verið, eða ... jú, einmitt þá, þegar NSS menn komu í heimsókn, átti ég leið eftir ganginum á Hreinsun, eins og leið lá til herbergis míns. Er þá allt í einu öskrað all ferlega að baki mér og er þar kominn, galvaskur að vanda, Atli Freyr Guðmundsson> formaður NSS, m. m. í för með honum er annar maður sýnu rólegri í fasi, og kynnir Atli hann sem ritstjóra Hermesar. Jú, það er tekið gott og gilt, en hvað var honum á höndum. Ekki þurfti að bíða lengi eftir því að fá að vita erindið, hann sagðist endilega þurfa að fá grein í Hermes, það væri nefnilega alveg ómögulegt, að gefa blaðið út, nema í það fengist eitthvert efni. Jæja, var það þá svona, en hver átti að skrifa þessa grein? Jú, það verður þú að gera, sjáðu til, Atli skrif- aði grein í fyrra og nú verður þú að gera eins. Það var svo sem auðvitað, aldrei gátu þessir menn verið eins og þeir áttu að vera. En af því að ekki vildi ég vera á nokkurn hátt eftirbátur Atla, þá samþykkti ég loks að verða við þessari beiðni og fylgja afleiðingar þessa samtals okkar Reynis hér á eftir. En þá er nú það lesendur góðir, hvað viljið þið heyra frá Bifröst? Auðvitað ekkert svar, ágætt, þess vegna ætla ég að segja ykkur nákvæmlega það sem mér dettur sjálfum í hug. Fyrst eftir byrjun skólans voru fastir liðir í félagslífi nærri því alveg eins og venjulega. Má einnig segja að svo hafi verið allan veturinn. Táknar það þó alls ekki að deyfð eða eymd hafi yfir legið, langt í frá. Heldur er átt við það, að ekki hafi um mikla nýbreytni í starfinu verið að ræða. Reynt var að halda í horfinu og bæta þó heldur við, þar sem þurfa þótti og möguleikar voru á. Skólafélagið hélt málfundi reglulega, eins og venja er. Voru þeir því miður fremur illa sóttir og dræm þátttaka í umræðum og mun margt þar koma til. Þá var einnig staðið fyrir skemmtan ýmiskonar svo sem dansleikjum, spilakvöldum, bingói o. fl. Þetta var um Skólafélagið sjálft, en eins og flestir eflaust vita, þá er það ekki eina félagið innan veggja skólastofnunarinnar, sem dæmi um önnur má nefna Grábrók, Akademíuna og Haig. Af þeim eru Grábrók og Akademían sýnu Félagi úr Gróbrék eftir hefndina.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.