Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 19

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 19
um þarna á sitt vald. Er hér var komið sögu drógu þær úr pússi sínu andlitsfarða og klíndu á búk Sigurði. En þar sem ákafinn var mikill leið ekki á löngu þar til allt hans nakta hold var hulið með lit og eigi lá annað fyrir en að afhjúpa meira, kom illfyglum þessum í huga spakmælið góðkunna, „hætta ber hverjum leik þá hæst hann stendur“ og hurfu af staðnum, en létu Sigurð liggja eftir yfirbugaðan og ferlegan ásýndum. Var honum þó fljótlega komið til aðstoðar við að þvo sig allan, og var síðan lagt á ráðin um hefndir. Var ákveðið að beina gegn tilræðis-' kvendunum þeirra eigin vopni. Var það gert og þær málaðar á hinn afkáralegasta hátt og síðan leiddar um sali öðrum til viðvörunar og þeim sjálfum til sárrar skapraunar. Var þetta mál síð- an að mestu látið niður falla. En ef við lítum nú aðeins á Akademíuna, þenn- an voðalega félagsskap, sem stjórnast af sýndar- mennsku og hroka þeirra „idiota“, sem í félaginu eru, þá kemur í Ijós, að ekki hafði hún sig eins illilega í frammi. Þó voru þeir sem félagsskap- inn skipuðu ekki alveg af baki dottnir, átu þeir a. m. k. einu sinni sína gæs í borðstofu og mis- þyrmdu verkum meistara með lélegum upplestri o. fl. Voru deilur um félagið harðar mjög og skoðanir mjög skiptar sem eðlilegt er um annað eins skelfingar fyrirbrigði. En það gerðist fleira en það sem flokka má undir hálfgerða undirheimastarfsemi. Nokkrir áhugamenn um ljóðagerð tóku sig til og stofnuðu hagyrðingaklúbbinn Braga. Var starfsemin á þann hátt, að með u. þ. b. hálfsmánaðar millibili komu félagar saman og leiddu saman hesta sína á sviði vísna- og ljóðagerðar. Kom margt skemmtilegt frá þeim félögum, bæði lausavísur og heil kvæði um ýmsa atburði sem áttu sér Oskudagsfagnaður. stað í skólanum. Þá ortu þeir einnig mikinn hluta vísnanna sem í ECCE HOMO birtust. Má segja, að Bragi sé nokkurn veginn endurvakning á félagsskapnum Kvasir, sem nú starfar sem mál- fundafélag pilta í 1. bekk, en var upphaflega fé- lag fárra manna sem áhuga höfðu á kveðskap og ljóðagerð. Þá var það einnig nýlunda, að stúlkur 1. bekkj- ar stofnuðu með sér málfundafélag. Var það í febrúar sem félagið var stofnað, og starfaði síðan með miklum blóma síðari hluta vetrarins. Nafn félagsins var Kvarnir. Eins og undanfarin ár í skólanum starfaði íþróttanefnd, sem sá um framkvæmd alls skipu- lagðs íþróttalífs á setrinu, en það var með mikl- um blóma í vetur. Sett voru mörg skólamet í hinum ýmsu íþróttagreinum, svo sem lyftingum, langstökki og fleiru. Flest skólametin setti Ás- geir Ragnarsson eða alls fimm. Þá voru háðar keppnir við aðra skóla í Borgarfirði, auk ýmissa keppna innan skólans. Af þessu sem hér hefur verið sagt má sjá, að lífið að Bifröst hefur eins og áður er sagt, verið

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.