Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 22

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 22
... í þessari borg hafa margir menn lifað ... ég þekkti einn ... hann átti heima við hafið ... hann var rithöfundur, skáld, myndhöggvari, listmálari og tónskáld ... daga og nætur vann hann við list- greinar sínar ... augu hans loguðu af sköpunar- þrá ... menn forðuðust hann ... en ég var ekki hræddur ... á hverjum degi fór ég heim til hans og ræddi við hann ... ég var eini maðurinn, sem hann þekkti... Hann sagði: Ég er brjálaður maður, það vitum við öll, en verk mín eru dáð af öllum heiminum, Einar Björgvinsson útskrifaðist fró Bifröst I vor og starfar nú sem blaðamaður við Tímann. Einar hefur talsvert fengizt við ritsmíðar m. a. gefið út barnabók. HIL.LING smásaga efftir EINAR BJÖRGVIN og allir vilja hafa þau í híbýlum sínum. Samt óttast mig allir — meira að segja þú, þótt þú viljir ekki kannast við það. Ég er dæmdur til þess að vera einn einn einn ætíð einn og lifa í litauðugum heimi sköpunarinnar, sem ég geri, og lifi glaður. Samt langar mig til þess að ganga meðal fólksins og ræða við það. En fólkið ræður, og á það ekki að ráða, er ég ekki vegna fólksins, en ekki fólkið vegna mín. Ég á að skapa gleði og þroska því til handa og ef til vill — því miður skraut. Til þess er ég dæmdur, og allir verða að taka dómi sínum með þögn, ef hann er réttlátur. Þú spyrð kannske: En þessi dómur er ei rétt- látur, hví mátt þú ekki eins og annað fólk ganga um strætin. Og ég svara: Jú, vinur minn, þegar almenningur dæmir eins, þá er dómurinn rétt- látur, því að almenningur er rétturinn, lögin. Sjáum til. Ef ég nú stæði upp og hrópaði: Af hverju fæ ég óréttlátan dóm? Hvað mundi gerast? Jú ég yrði höndum tekinn og sendur á heimili þeirra geðveiku og sjá: Ég væri kominn inn í samfélag mitt. En þá hefði ég ei lengur sköpunarþrá og líkami minn myndi leysast upp og að engu verða. — daginn eftir að listamaðurinn mikli hafði þetta mælt — var hann ei í híbýlum sínum þegar ég kom til þess að heimsækja hann — ég gekk þá út á meðal fólksins og spurði frétta — og fólkið sagði mér, að listamaðurinn mikli hefði verið brenndur á Torginu við sólarupprás ásamt öllum sköpunarverkum hans — og hann hafði sameinazt þeim í svörtum reykjarmekki, er stigið hafði upp í kyrran bjartan himininn. ... og nú stend ég hér einn og græt yfir hinni auðu borg, þar sem margir menn hafa búið ...

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.