Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 26

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 26
HEIMSOKN I HOFSTADASEL Rætt við Véstein Vésteinsson - Spyrill Álfur Ketilsson Að lokinni Sæluviku lögðum við félagar, Tryggvi Guttormur Eymundsson og ég, upp frá Króknum til að sækja Véstein bónda Vésteinsson í Hof- staðaseli heim. Norðaustan vornepjan andaði köldu inn með Tindastólnum og fylgdi okkur yfir sandinn og Hegranesið, en eftir að komið var yfir eystra Eylendið, kyrrði, og heima á hlaði í Seli var blæjalogn. Hofstaðasel stendur í Út-Blönduhlíð í Við- víkursveit undir hinum mikla fjallgarði milli Skaga- og Eyjafjarðar, er Tröllaskagi nefndist til forna. Landinu hallar frá fjalli niður að Héraðs- vötnum, sem hníga straumlygn en djúpáluð út Eylendið til sjávar. Grýttar brekkur hið efra en djúpir svarfmóar og mýrardeigjur þar neðan við. Hér má rækta hundruð hektara af nytjatúni, og flæðiengjarnar niður við vötnin eru nýbærunum sem hreinasta kjarnfóður. En fyrri eigendur tóku ekki nema lítinn þátt í uppbyggingu nútímans, og torfhýsin bera vitni þess, að mikil verkefni bíða hér vinnufúsra handa. Erindi okkar Tryggva til Vésteins var að leita fregna fyrir Hermes, og eftir að hafa þegið góð- gerðir og ungviðin Guðný og Vésteinn yngri voru komin í værð og öðrum kvöldverkum lokið, hófum við spjallið: — Hvað segir þú um ætt og uppruna Vésteinn? — Ég er fæddur í Ytri-Njarðvík snemma á stríðsárunum — 1942 og faðir minn er Vésteinn Bjarnason og móðir mín Rósa Guðmundsdóttir. Pabbi er Vestfirðingur, úr Dýrafirði, og mamma segist vera af Bergsætt og er drjúg með. Ættuð frá Eyrarbakka en þaðan komi ættin úr Skafta- fellssýslu. — Hvaðan telur þú þig vera. Úr Njarðvíkun- um? — Ég veit nú varla hvaðan ég er. Ég var rúm tíu ár þar og síðan önnur tíu á Akranesi og er nú búinn að vera nærri 6 ár hér. Ég er ekki Skag- firðingur. Það verður maður ekki á nokkrum árum og ég er ekki meiri Akurnesingur en hvað annað. — En þú elst upp á Akranesi milli tektar og tvítugs? — Já, ég kom til Akraness 11 ára og þar var maður í skóla á veturna en á sumrin í sveit og síðar í vinnu út og suður. En ég kunni miklu betur við mig á Akranesi en suður í Njarðvíkun- um. Þar herjaði þessi plága kringum Keflavíkur- flugvöll, sem allt ætlaði að drepa, heilbrigt at- vinnulíf og annað. Þetta var hálfgerður villi- mannabær þar suður frá — Villta vestrið. — Hvar varstu í sveit? — Upp í Borgarfirði, í Reykholtsdal, og síðar var ég í byggingarvinnu við barnaskólann á Kleppjárnsreykjum. Einnig var ég eitt sumar

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.