Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 27

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 27
Elinborg Bessadóttir og Vésteinn Vésteinsson. Akranesi við að grafa skurði og síðan tvö ár hjá Sementsverksmiðjunni — á skrifstofu þar. — Og síðan ferðu í Samvinnuskólann? — Já, eftir eitt ár hjá Sementsverksmiðjunni tók ég inntökuprófið í skólann en náði ekki inn — sem var nú guðslán — lenti í ,,saltinu“, en fór svo haustið eftir. — Þú telur það hafa verið til bóta? — Já, já, til stórra bóta. Maður var að vísu úr æfingu við að læra en þroskaðri. Ég held að það hafi háð mörgum í skólanum, og menn sjá það líka eftir á, að þeir eru of ungir til að með- taka öll þessi ósköp, sem þarna eru á borð borin. Maður er kannske að skilja þetta löngu eftir að úr skólanum er komið. Nú, það er líka ákaflega misjafnt, hvað menn taka snemma út þroska, og ég býst við, að ég sé einn af þeim, sem hafi verið ákaflega lengi að verða að manni — og kannske ekki orðinn það enn. — En hvað afrekaðir þú helzt milli bekkja? — Þá var ég í útskipun hjá Sementsverk- smiðjunni og þrælaði eins og andsk ... — var nærri dauður held ég úr þrældómi. Það er mesta erfiði, sem ég hef lent í. — Var svona lítil verktækni við þetta? — Nei tæknin var svo mikil, að við vorum þrælar hennar algjörir. Við tókum á móti sem- entinu af færibandinu og það var um 500 m langt. Að vísu var jú hátalari til að stoppa það, en það var aldrei gert. Afgreiðslan var minnir mig um 100 tonn á klst. og við vorum 8 — og allt jötnar nema ég. — Hafðir þú gott af þessari vinnu? — Nei, það held ég ekki. Ég kom þarna úr skóla — eins og ræfill — ónytjungur til vinnu. Ja, ég held að ég gæti ekki notað svoleiðis mann við búskapinn. Og viðbrigðin voru allt of mikil. — Nú, en eftir skólann? — Ég var einn af þeim, sem lenda í þessu fram- haldsnámi og Jón Arnþórsson stjórnaði á sínum tíma og byrjaði þá sem deildarstjóri hjá kaup- félaginu á Akranesi. En svo urðu kaupfélags-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.