Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 31

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 31
til meiri afurða til að standa undir henni. Annars held ég, að mjólkurframleiðslan verði aldrei eðli- leg útflutningsgrein. Til þess er offramleiðslan langt um of mikil, bæði í Evrópu og Ameríku. Það væri frekar útflutningur á hrossum, já og gærum og ull. — En hvaða framleiðslugrein hefur þú mestan hug á? — Það hef ég ekki gert upp við mig ennþá. Ég er með þetta blandað, hross, sauðfé og kýr. Ég hef meiri áhuga á sauðfé, en ég býst við að ég léti ráðast, hvað væri afkomubest. En hrossa- búskapurinn er sennilega fyrirhafnarminnstur hér, og það er eingöngu vegna landgæðanna. Þótt undanfarnir vetur hafi verið harðir, höfum við ekki þurft að sinna hrossunum svo ýkjamikið. — Við erum nú búnir að gera landbúnaðinum allgóð skil, en ef við snérum okkur að öðrum sálmum Vésteinn, þá mannst þú kannske eftir orðum Snorra kennara okkar þess efnis, að þegar út í lífsbaráttuna kæmi, yrði leitað til okkar — nemenda Samvinuskólans — um að taka drjúgan þátt í félagsmálum almennt. Finnst þér, að þau orð hafi sannazt? — Já, já, ég hef oft hugsað til þessa, og man þessi orð Snorra svo glöggt og hef reynt þetta. Og ég hef fundið hvað reynir mikið á hvern ein- stakling, bæði í félagsmálum og öðru samstarfi úti á landi og í sveitunum og hvað mikið er lagt á hvern einstakan mann, sem hefur einhverja menntun framyfir það almenna í hverju byggð- arlagi. Við gerum okkur ekki grein fyrir þessu í skólanum, og maður vanrækti þá kennslu, sem laut að félagsmálum og hefði getað nýtt hana miklu betur, ef maður hefði skilið þetta þá. Snorri var þarna úr sveitinni og veit hvað hann er að segja. Þekkir þetta af eigin reynslu. Frá Bifrastarárunum. — Ljósm.: Gunnar Hjaltason. — Og að lokum þessi fjölhæfa spurning Vé- steinn? Hvað mundirmundirmundir þú vilja segja í botninn á þessu spjalli? — Nú ég mundimundimundi vilja segja, að þegar væri meira en nóg sagt, og vil aðeins biðja fyrir beztu kveðjur til vina og skólafélaga. Og að þeim orðum töluðum, kveðjum við ungu hjónin í Hofstaðaseli fullvissir þess, að þar fylgi árangur erfiði, og þótt baráttan sé hörð og launin ekki ætíð heimt að kvöldi, hlotnist þeim líka gleði og hamingja. Hann var genginn meira í norðrið er út á hlaðið kom og kuldagjósturinn minnti á allt ann- að en vorið. En eitthvert kvak barst neðan frá vötnunum og Tryggvi hrökk veiðimannslega við. Kannske hún sé komin — blessuð gæsin. Það væri ekki ómögulegt, að hún leitaði í nýræktina í Seli fljótlega og þótt skurðirnir séu enn nýir og ógrónir, má vel skríða eftir þeim til að komast nær henni, namm, namm ... Sauðárkróki, 15. apríl 1970 Áljur Ketilsson

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.