Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 38

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 38
SKÁK- ÞÁTTUR 1. Jóhann Örn Sigurjónsson ........... 10 v 2. Jón Bjarni Stefánsson.............. 6 v 3. Einar Ólafsson .................... 5 v 4. Grímur Valdimarsson................ 4 v 5. Magnús Yngvason ................... 3 v 6. Gylfi Þorkelsson .................. 2 v Hraðskákmót NSS fór fram öðru sinni í húsa- kynnum TR við Grensásveg fyrir stuttu. Þátt- takendur voru að þessu sinni aðeins 6, en 12 árið áður. Tefld var tvöföld umferð og bar Jóhann Örn Sigurjónsson sigur úr býtum með 10 vinn- inga eða 100% (sjá töflu), en hann er nú eins og kunnugt er nýbakaður Reykjavíkur- og íslands- meistari í hraðskák. Það er full ástæða til að benda hinum fjölmörgu skákmönnum, sem út- skrifazt hafa úr Bifröst, á mót þetta, sem hefur bæði árin verið mjög fjörugt og skemmtilegt, sérstaklega virðist ástæða til að benda yngri skákmönnum á að láta sjá sig í ríkara mæli en þeir hafa gert til þessa. Mót þetta tekur ekki nema eina kvöldstund, og ef þátttaka væri betri, er fullvíst, að í fátt væri betur varið tíma þeim sem í mótið fer. Það er undarlegt, ef hinir fjöl- mörgu skákmenn, sem verið hafa í Bifröst, hafa ekki gaman af því að rifja upp gömul kynni við skólafélaga sína við taflborðið og kynnast skák- mönnum annarra árganga og þreyta við þá keppni í þessari sígildu íþrótt um titilinn hrað- skákmeistari NSS. Stjórnin hefur nú gefið til móts þessa mjög glæsilega styttu, sem nafn sigur- vegarans er grafið í, en hún verður síðan varð- veitt í bikarasafni NSS, er skjöldurinn rúmar ekki fleiri nöfn eða ditto eins og maðurinn sagði. Við skulum stefna að því að gera Hraðskákmót NSS að árlegum viðburði í félagslífi okkar, það er ekki aðalatriðið að sigra, heldur að vera með og gera með því mótið skemmtilegt öllum þeim sem taka þátt í því. Jón Bjarni Stefánsson Hraðskákmeistari NSS 1970, Jóhann Örn Sigurjónsson m'ð Hraðskákstyttuna. Ljósmynd: Guðmundur Bogason.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.