Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 39

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 39
Rabbað viö hraðskákmeistara íslands í tilefni af því að einn skólafélaga okkar, Jóhann Örn Sigurjónsson, útskr. ’58, hefur nú að undan- förnu unnið mörg og glæsileg afrek á sviði skák- íþróttarinnar, er ekki úr vegi að kynna meðlim- um NSS mann þennan og feril hans sem skák- manns að nokkru leyti. Við brugðum okkur því heim til kempunnar einn daginn, ásamt ljós- myndara og ljósbera, og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Þegar rætt er við skákmenn er fyrsta spurn- ingin klassisk. — Hvenær byrjaðir þú að tefla, Jóhann?“ — Eg byrjaði um fermingu að tefla, en árið áður en ég fór í Bifröst vann ég mig upp í 1. flokk hjá Taflfélagi Reykjavíkur. — Hafði vera þín í Bifröst einhver áhrif á skákferil þinn? — Þegar ég var í Bifröst voru þar margir góðir skákmenn m. a. þáverandi skákmeistari Vestfjarða, Jenni Ólason. Ekki var þó mjög mik- ið teflt, en þó fór skákmót skólans fram seinni veturinn, og tókst mér að merja þar út sigur, og var það mér mikil hvatning, því mót þetta var allsterkt eins og ég gat um áðan. Við fórum einu sinni fimm saman niður í Borgarnes og tókum þar þátt í fjöltefli við stórmeistarann okkar, Friðrik Ólafsson, og náðum við af honum 2Vi vinningi eða 50' v og vorum við að vonum ánægð- ir með það. — Hvað tók síðan við að námi loknu? — Árið eftir að ég útskrifaðist vann ég mér rétt til að tefla í meistaraflokki, eftir harða bar- áttu við Hilmar Viggóson, sem einnig er Bifröst- ungur, útskr. ’59, en hann er nú einnig meistara- flokksmaður og hefur getið sér gott orð í skák- inni. — Lestu mikið um skák? — Já, ég geri allmikið af því. Ég skrifa um skák í Vísi og verð því að fylgjast með því helzta sem gerist í skákheiminum. — Hver eru þín helztu afrek í skákinni til þessa? — Ég varð hraðskákmeistari TR ’68, hraðskák- Jón Bjarni rœðir við Jóhann Örn.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.