Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 40

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 40
rneistari Reykjavíkur og íslands ’70 svo sigraði ég á boðsmóti TR ’68 (kappskák), og ég hef tví- vegis unnið í meistaraflokki á skákþingi Reykja- víkur, og þar með þátttökurétt í landsliðsflokki. Ég varð svo annar á Skákþingi Reykjavíkur ’66, en þar sigraði Jón Kristinsson. — Hver er þér minnisstæðust skáka þinna? — Þessu er mjög erfitt að svara, en þó held ég að skákin við Jón Kristinsson á skákþ. Reykja- víkur ’66 sé mér minnisstæðust, en þá tapaði ég niður kolunninni stöðu (fagmál) sem kostaði mig titilinn .Einnig er mér það minnisstætt er ég gerði jafntefli við hinn heimskunna stórmeistara Szabó á Fiskemótinu ’68. Annars er það svo með mig, að ég man bezt þær skákir sem ég tapa kiaufalega og hygg ég svo vera með fleiri skák- menn. — Svo við víkjum nú að lokum að hraðskák- móti NSS. Hvernig í ósköpunum fórstu að því að vinna það? — Ja, það skil ég ekki enn, segir Jóhann bros- andi, en ljósberinn hristist og skelfur úr hlátri, enda átti hann þessa síðustu spurningu. Að svo mæltu þökkum við Jóhanni kærlega fyrir og óskum við honum til hamingju með unn- in afrek, og við vonum að hann eigi enn eftir að vinna marga glæsta sigra. Þegar við vorum að klæða okkur í frakkana tók ljósmyndarinn okkar ofurblítt í höndina á syni Jóhanns, og brosti sínu fegursta brosi, en hann er rétt að byrja að skríða (sonurinn) en við það upphófust hin ógurlegustu org og vein enda hefur barnið sennilega fengið taugaáfall. Spyrill: Jón Bjarni Stefánsson Ljósmyndari: Guðm. Bogason Ljósberi: Jónas Guðnason Þrumarasálmur Nú andar suðrið sœla vindum kœstum, er sjó- og landmenn hvítum rössum ypta, drynjandi rokum djúpt úr yðrum lyfta, daunillur mökkur fer með helþyt œstum. Þrumarinn Ijúfi, fœðan trú, sem fer feiknlangan veg í magasekkinn dimma, þaðan í görn að kveða kvœðin þin — Heillar oss löngum, er að eyrum ber óvœntur hnykkur þína kveðju grimma — Bógt ó þó hver, sem bleytir nœrföt sín. Jónas Friðrik.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.