Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 41

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 41
Hús Menn komu þar að, sem ég byggt hafði hús mitt á sandi, og horfðu um stund — gengu svo þegjandi í burt í stað þess að segja: hús þitt mun hrynja í rúst. Því víst mun það hrynja og verði það bani minn — mun blóð mitt koma yfir þá. Jónas Friðrik. Stúlka sem hlær Þótt hlátur þinn kiingjandi í önn dagsins veki mér ekki lengur trega í brjósti sný ég mér samt undan Þótt hlátur þinn töfrandi skœr og heitur komi mér ekki lengur til að tárast þori ég ekki að horfa í andlit þitt Hve gamall sem ég verð Þó hjarta mitt verði að steini Þótt augu mín greini ekki lengur mun dags og ncetur Þótt hundrað ár komi og fari mun ég aldrei geta horft í andlit stúlku sem hlcer og vantar þrjár framtennur Jónas Friðrik.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.