Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 45

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 45
þriggja manna ritnefnd, sem hefði algert úr- skurðarvald um, hvaða efni ritstjóri birti í blað- inu. Þessi breytingartillaga var samþykkt með 17 atkvæðum gegn 16. Þessu undi Hannes ritstjóri ekki, og sagði af sér sem ritstjóri Hugins, en vararitstjóri tók við. Hannes gaf svo út annað blað af Bjöllunni prent- að, og annað prentað blað kom einnig út af Hugni, þannig að þennan vetur voru alls gefin út fjögur prentuð tölublöð, en næsta vetur kom aðeins eitt út af Hugni prentað og ekkert af Bjöllunni. í öðru tölublaði Bjöllunnar þetta skólaár var grein eftir Helga Sæmundsson, sem nefndist „Frá Nemendasambandinu". Þetta greinarheiti kom Hermesarritstjóra spánskt fyrir sjónir, því hann hafði aldrei heyrt minnzt á annað nem- endasamband en það, sem nú starfar og stofnað var 1958 og sjálfsagt er svo með fleiri. I grein þessari, sem er rituð að beiðni ritstjóra, er þess getið, að nemendasambandið sé nýstofn- að og aðalverkefni þess sé að viðhalda tengslum og tryggðum gamalla nemenda við skólann í samvinnu við nemendafélag hans á hverjum tíma. Hafði nemendasambandið staðið að veg- legri afmælishátíð í tilefni tuttugu og fimm ára afmælis Samvinnuskólans. Undirritaður hringdi í Helga Sæmundsson í tilefni þessa en hann kvaðst lítið muna eftir þessu. Verður það von- andi verkefni þeirra, sem vinna að útgáfu vænt- anlegrar árbókar NSS að grafast fyrir um þetta nemendasamband. í lok þessa fylgir svo til gamans annáll skóla- ársins 1943—1944, og tekinn er úr öðru tölublaði Hugins frá þessu viðburðaríka skólaári. Starf skólafélags Samvinuskólans á þessum vetri er nú brátt á enda. Haidnir hafa verið 8 fundir. Ýmiss konar mál voru tekin til umræðu. Fremur fáir nemendur hafa tekið þátt í umræðum, en þó hafa þær oft verið fjörugar og skemmtilegar, einkum ef blaðamál hefur borið á góma. Fundarsókn hefur ekki verið eins almenn og æskiiegt væri. Stjórn skólaféiagsins skipa: Guttormur Óskarsson, for- maður; Helgi Elíasson. gjaldkeri og Jón Ólafsson, ritari. a =r * Skemmtanalífið í vetur hefur verið fremur dauft. Fyrir hátíðar voru dansæfingar annan hvern laugardag. Aðsókn var svo Iítil, að ekki var hægt að halda þeim uppi, þar eð „musik‘“ er nú mjög dýr. Ein dansæfing hefur verið haldin eftir nýár og tókst sæmilega. A milli jóla og nýárs var haldin kvöldvaka í skólanum. Jónas Jónsson, skólastjóri flutti jólaræðu. Guðlaugur Rósinkranz, yfirkennari og Guttormur Óskarsson lásu upp. og Jón Sen fiðluleikari lék einleik á fiðlu með undirleik Skúla Guðmundssonar. Kvöldvaka þessi var sótt af því nær öllum nemendum, sem staddir voru í bænum. og þótti hún takast með ágætum. I marzmánuði var önnur kvöldvaka haldin. Guðlaugur Rósinkranz, yfirkennari, sýndi þar kvikmyndir, og Auður Thoroddsen, nemandi las upp. Að lokum var dansað. Þátt- taka var almenn og tókst kvöldvakan vel. Skemmtanastjóri er Albert Guðmundsson. * # Hinn 30. janúar sl. var árshátíð Samvinnuskólans haldin í Oddfellowhúsinu. Nemendasambandið og skólaféiagið stóðu sameiginlega að hátiðahöldunum. þar sem þau voru einnig tileinkuð 25 ára afmæli Samvinnuskólans. Gutt- ormur Óskarsson. formaður skólaféiagsnis. setti hátíðina með stuttu ávarpi. Jónas Jónsson. skólastjóri. flutti ræðu um starf og áhrif skólans á þeim aldarfjórðungi. sem hann er búinn að starfa. Ræður fluttu einnig dr. Þorkell Jó- hannesson, fyrrverandi skólastjóri, og Sigurður Kristins- on, forstjóri S. í. S. Gamall nemandi, Sveinn V. Stefáns- son í Hafnafirði, las upp skemmtilega sögu cftir Ragnheiði Jónsdóttur, skáldkonu. Einsöngur, sem átti að verða, féll niður vegna veikinda söngvarans. Að lokum var stiginn dans til kl. 3. Um 150 manns sóttu hátíðina. R. I. * * *

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.