Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 47

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 47
hent verðlaun fyrir sigur á hraðskákmóti NSS, en Jóhann Örn nældi sér reyndar í spilaverðlaunin líka og fannst sumum nóg um. * * * Sú nýbreytni var tekin upp sl. vetur í starfi NSS að taka íþróttasali á leigu. Fékkst aðstaða bæði í Austurbæjar- skólanum og undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Kven- fólkið hafði tíma í Austurbæjarskólanum en það heltist fljótlega úr lestinni sökum lélegrar þátttöku og virðist því ekki annt um línurnar. Hins vegar stundaði karlpeningurinn æfingar vel, og komust þátttakendur á annan tug á æfingu, þegar bezt lét. Var fótbolti nær eingöngu stundaður, enda af nægum stjörnum að taka úr röðum NSS-manna. * * * A síðastliðnu ári kom fram sú hugmynd, að NSS hæfi út- gáfu sérstakrar árbókar, sem yrði send öllum nemendum sem hefðu útskrifazt úr Samvinnuskólanum frá fyrstu tíð. Yrði efni þessarar árbókar í fyrsta lagi úr Skólaskýrslu Samvinnuskólans ár hvert. í öðru lagi af starfsemi NSS. I þriðja lagi heimildasöfnun um eldri nemendur úr Sam- vinnuskólanum. svo og um starfsemi skólans á liðnum áratugum, og í fjórða lagi yrði safnað í slíka árbók heim- ildum um upphaf Samvinnuskólans. Auglýsingasöfnun myndi svo standa undir kostnaði við útgáfu á slíku ársriti. Þessi hugmynd fékk jákvæðar undirtektir, en mönnum var þó Ijóst, að útgáfa slíkrar árbókar mundi kosta mikla vinnu. En nú er stefnt að því, að fyrsta árbókin komi út fyrir lok þessa árs, og rætt hefur verið við nokkra af elztu nemendum úr Samvinnuskólanum um aðstoð varð- andi efni. Eru undirtektir þeirra mjög jákvæðar og ættu allar aðstæður að vera fyrir hendi að hrinda þessu fram af myndarskap. * * * Það tók mörg ár og kostaði mikinn höfuðverk að leysa hringamálið svonefnda á sínum tíma. Nú er Samvinnu- skólahringurinn hins vegar orðinn sannkallað sameining| artákn fyrir nemendur úr Samvinnuskólanum og orðinn þekktur langt út fyrir raðir NSS-félaga Hefur fólki þótt hringurinn sérstæður og táknrænn, og er ekki laust við, að þeir þykist menn að meiru, sem uppgötvast sem Sam- vinnuskólanemar, þegar einhver rekur augun í hringinn, og nemendur, sem ekki þekktust, en hafa kynnzt fyrir til- stilli hringsins, eru orðnir margir og jafnvel komnir í það heilaga saman „sumir" fyrir bragðið. Hringurinn kostar nú kr. 475,00 og eru þeir, sem ekki hafa eignast hringfnn eða tapað honum, hvattir til að snúa sér til síns fulltrúa eða einhvers stjórnarmanns NSS. 9 9 9 Atli Freyr er mikill reglumaður og fyrir nokkru skaut hann að Hermesarstjóra reglum varðandi veitingu Hrað- skákstyttunnar og eru þær þannig: 1. grein. Nemendasamband Samvinnuskólans veitir ár hvert verðlaun fyrir beztan árangur á hrað- skákmóti NSS. 2. grein. Verðlaunin eru stytta. sem ber nafnið Hrað- skákstyttan. 3. grein. Styttan vinnst ekki til eignar. 4. grein. Eftir tíu ár skal keppni um styttuna lokið, og hún varðveitt í Samvinnuskólanum. 9 9 9 Innheimta ársgjalds NSS er nú nýhafin, og hafa bekkjar- fulltrúarnir fengið í hendur skírteinin fyrir ársgjaldinu, en það er nú kr. 300,00. Þegar þetta er pikkað á ritvélina er sá helgi dagur, Hvítasunnudagur. Enginn nema sá sem reynir veit, hvaða vinna liggur að baki eins lítils blaðs af Hermesi. Allt efni, sem í Hermesi birtist, er samansett af af áhugamennsku. Allt starf NSS er starf áhugamannsins og oftast borið uppi af fámennum hópi. Það er því hart. þegar komið er að því að bera þetta starf uppi fjárhags- Iega, að til skuli vera einstaklingar, sem horfa með eftir- sjá á eftir þeim þrjú hundruð krónum, sem renna til NSS eða jafnvel neita að borga þær. Mér er ekki grunlaust um, að þessi hópur hafi af því óblandna ánægju, að lesa um sína skólafélaga í Hermesi, taka í spil á Hótel Sögu í félaga hópi eða slást í leikhús- ferð á sýningar Þjóðleikhússins . * * * Ekki þarf að undirstrika það. hve haldgott það er, að spjaldskrá NSS sé sem réttust. Það kostar ekki mikla fyrirhöfn að láta t. d. vita um breytingu á heimilisfangi, en vill samt oft gleymast. Ef slíkt hefur hent þig félagi góður og þú e. t. v. ekki fengið Hermes fyrir bragðið fyrir en eftir dúk og disk, þá sendu spjaldskrárritaranum. Agústi Haraldssyni, Blómvallagötu 2, Reykjavík nýja heimilisfangið við fyrsta tækifæri.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.