Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 3

Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 3
YASUNARI KAWABATA Ég verð fyrst að biðja afsökunar á því, hve ég veit í raun og veru ákaflega lítið um það efni, sem ég hefi verið beðinn að tala um hér, rithöfundinn Yasunari Kawabata eða japanskar bókmenntir. En þegar Guðmundur Sveinsson skólastjóri fór þess á leit við mig að ég segði eitthvað frá þessum höfundi, fullvissaði hann mig um, að enginn vissi neitt um hann á Islandi, hvort eð væri, og þá var mér kannske ekki meiri vorkunn en öðrum. Ég hefi ekki heyrt þess getið, að neinn íslendingur læsi japönsku, og það er reyndar ekki sérlega líklegt. Annars er japanska kennd sums staðar við háskóla á Vesturlöndum nú orðið. Hins vegar er ég skólastjóranum þakklátur að hann setti mér þetta fyrir, því að ég hefi menntazt svolítið á því og Kawabata er áreiðanlega merkileg- ur höfundur. Fram til þessa vissi ég þetta helzt um hann: Hann hafði fengið Nóbelsverðlaunin 1968, ég hafði lesið eftir hann tvær stuttar skáldsög- ur (allar skáldsögur hans munu vera stuttar eða það, sem við köllum novellur). Og ég hafði séð hann álengdar á P. E. N. þingi í Oslo, 1964. Hann er mjög lítill maður vexti, magur, grár fyrir hærum, skarp- legur og tekinn í andliti, rólegur og fjarlægur á svip, eins og okkur þykir við eiga, að austurlenzkir menn séu. Kawabata hefir víst um langt skeið verið forseti P.E.N. félags Japans. En P. E. N. samtökin eru, eins og kunnugt er, alþjóðlegt samband rithöf- unda, gagnrýnenda og ritstjóra, að sumu leyti hug- sjónaleg samtök, að sumu leyti hagsmunaleg. Forusta Kawabatas í þessu félagi stingur nokkuð í stúf við þær spurnir, sem af honum ganga að hann sé mjög fráhverfur stjórnmálum og hvers konar félagsmálum. En þá er ef til dregin ályktun af sögum hans, sem gerast á allt öðrum vettvangi. Þegar ég fór að leita fyrir mér um heimildir og þýðingar á sögum Kawabata, kom í ljós eins og ég hafði reyndar óttast, að þar var ekki um auðugan

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.