Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 6
tók keisari að nafni Meiji völdin í sínar hendur og á næstu áratugum taka bókmenntirnar stakkaskiptum, að sama skapi og landið laukst upp fyrir erlendum áhrifum. Hin sálfræðilega skáldsaga, sem er að nokkru leyti afsprengur natúralismans og symbólsk- ur skáldskapur taka að þróast í Japan. En um leið og þessar nýju stefnur ryðja til hliðar því sem var dautt og ómerkt í japönskum 19. aldar bókmenntum, taka Japanir að finna til þess, að þær muni líka ger- ast ágengar við fornar hefðir í bókmenntum, trú og fagurfræði: með öðrum orðum við menningararf þjóðarinnar. Nú hafa vestrænir menn stundum legið Japönum á hálsi fyrir það, hve þeim væri lagið að taka upp hugmyndir annarra, hvílíkir snillingar þeir væru að líkja eftir öðrum. A nokkrum áratugum eftir að land- ið laukst upp gerðist hið japanska miðaldaþjóðfélag eitthvert voldugasta iðnveldi heims. Það lék enginn vafi á því, hve snjallir þeir voru að læra af Evrópu- mönnum. En var ekki hugsanlegt að varðveita forna andlega menningu óbreytta, þó að tæknin gengi í garð? Eins og öðrum iðnþjóðum nútímans reyndist Japönum það ofurefli: menningin breyttisr með þjóð- félaginu og bókmenntirnar urðu æ alþjóðlegri. Eftir sigur Japana á Rússum 1905 komast þeir í stórvelda tölu og þjóðarmetnaður þeirra vex í nýrri mynd. Þeir taka að hyggja á landvinninga, en bókmenntir þeirra gerast óháðari erlendum fyrirmyndum. Þó að þetta fari saman er ekki svo að skilja að japanskar bókmenntir hafi nokkurn tíma smitast af pólitískri heimsvaldastefnu, ekki einu sinni á stríðsárunum. En ýmsir japanskir rithöfundar tóku að leita innblásturs og fyrirmynda í fornum trúarhugmyndum, fornri þjóðtrú, fornri list (listaverk og listsmíði gegna miklu hlutverki í sögum Kawabata) og í arfsögnum, sem japönsk menning er sögð vera geysilega auðug að. Kawabata virðist ungur hafa valið þessa stefnu. En um það leyti, sem hann varð fullburða rithöfundur hófst í Japan hin svokallaða öreigalist, raunsæar þjóð- félagsbókmenntir og áróðursverk, sem fór mjög mik- ið fyrir á þriðja og fjórða tug aldarinnar. Til aðgrein- ingar frá þeim og öðrum realisma var Kawabata jafnan kenndur við svokallaða skynhyggjustefnu ásamt Yokomitsu Riichi, öðrum skáldsagnahöfundi, sem er ofurlírið þekkmr á Vesturlöndum. Munúðleg skynjun, náttúmsýnir, sterk líkamleg tengsl við land- ið eru meðal höfuðeinkenna þeirra sagna, sem ég hef lesið eftir Kawabata. Tákn hans og myndir eru af þessum rótum runnar, þó að hvorttveggja hafa jafnan sálfræðilega merkingu og tilvísun, sem sver sig í ætt við hina sálfræðilegu skáldsögu. En frá öðru sjónarmiði er auðvelt að lesa þessar sögur eins og Ijóð, þar sem höfuðtemað er dauðinn, og hin sýni- lega tákn og myndir hverfulleikans. Sú lífsskynjun, framsett í ljóðrænu formi minnir okkur Vesturlanda- menn efalaust á symbólismann, sem var sterk og mjög yfirgangssöm stefna í skáldskap vesmrlanda á síðari hluta 19. aldar og fram á þessa öld, og gætti mjög í japönskum bókmennmm eins og fyrr segir. Eitt höfuðatriði í kenningu symbólista var það, að hinn sýnilegi heimur væri einungis tákn ann- ars, sem þeir kölluðu „hið algilda" og lögðu að vísu ýmsan skilning í. Onnur kennisetning þeirra var sú, að hlutverk listarinnar væri eingöngu að birta „skynjun fegurðarinnar". Sumum þeirra, einkum hin- um svokölluðu dekadenmm skein fegurðin skærast, þegar dauðinn var næst. Nú kann hins vegar að vera, að það sé að seilast um hurð til lokunar, að skýra lífsskoðun Kawabatas í ljósi symbólismans eins og við þekkjum hann. Upp úr 1930 og einkum, þegar kom fram á heimsstyrj- aldarárin síðari tók Kawabata að sökkva sér æ meir niður í forna heimspeki Búddatrúar. Stríðsandi og þjóðernishyggja drottnaði í Japan, en hann virðist

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.