Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 11

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 11
fljótlega kemur í ljós að það eru sömu atriðin sem nemendum reynast erfiðust frá ári til árs. Því má bú- ast við að fyrstu árin, meðan kennarinn er að finna út hvaða atriði eru torskyldust, fari námsárangur batnandi. - Einu sinni sagði Snorri að hér hefðu verið við nám þrjár kynslóðir. Þetta er alveg rétt. Þegar ég byrja hér var lítill munur á mínum aldri og nemend- anna og við aldir upp við sams konar skilyrði og áhugamál. Næst komu þeir sem aldir voru upp í stríðslok og árunum þar á eftir og með nokkuð önn- ur áhugamál, þótt ekki bæri alltaf mikið á milli. En nú er komin kynslóð með mjög ólíkan hugsanagang sem ekki er alltaf svo gott að skilja. Þó gæti það verið ábending um að ég sé að eldast, það er nefnilega vel líklegt að ef ég hefði verið eldri þegar ég var að kenna fyrsta árgangnum þá hefði ég litið þá öðrum augum. Þegar menn eru komnir á miðjan aldur hugsa þeir öðruvísi, nú, og hafa ef til vill öðlast einhverja reynslu. Þess vegna getur það vel verið okkur, þessum mið- aldra skörfum að kenna, ef við skiljum ekki unga fólkið fullkomlega. Auðvitað er uppeldið allt annað í dag en var á mínum uppvaxtarárum, það er dekrað meira við æskuna og hún þarf ekki að leggja eins mik- ið á sig og áður. Þetta hafa margir ekki þolað. Um- hverfið í dag er líka ólíkt, tækifærin eru fleiri en líka fleira sem glepur og fjölmiðlar og þá einkum sjón- varp móta skoðanir fólks í sífellt ríkara mæli. Annars finnst mér of mikillar viðkvæmni gæta fyrir æskunni, allt sem hún gerir á hvorn veginn sem er, er básúnað út. Við sem nú erum fullorðnir höfðum sem unglingar líka okkar galla og kosti, án þess að verið væri að mikla þá hluti. Helzti gallinn við þessa miklu þjóðfélagsbreytingu á síðari árum er aðskilnaðurinn á eldra og yngra fólki. Áður var gamla fólkið hluti af heimilislífinu og því fylgdi það öryggi sem alltaf mátti treysta á, og börnin ólust að miklu leyti upp undir handarjaðri þess. Svo kemur til það vandamál sem aukin mennt- un ungs fólks skapar. Börnin eru iðulega .betur að sér en foreldrarnir sem lifa í þrengri heimi og blátt áfram skilja hvorki upp né niður í afkvæmum sínum. Þegar við látum talið berast að íþróttum hýrnar heldur betur yfir karli og hann teygir fæturna fram á gólfið. Auðséð er að i hugann koma margar góðar minningar. - Já, það eru engar ýkjur að ég á margar góðar minningar frá þeim tíma og ennþá fylgist ég vel með öllu í íþróttaheiminum. Stundum skokka ég mér til gamans, einkum ef ég fæ Hrafn í lið með mér. Það er mesta furða hvað hann getur tölt. íþróttir stundaði ég alllengi eða frá árinu 1948 til ársins 1965, en á þessu tímabili féllu að vísu úr ein- staka sumur. Ég var svo heppinn að vera með á blómaskeiði frjálsíþróttanna hérlendis þegar við vor- um á heimsmælikvarða. Ég hljóp í fyrstu aðallega 100 og 200 m og náði mínum bezta árangri á 200 m þegar ég var tvítugur, hljóp á 21,5 sek. og var þá í þrjá mánuði sá bezti í Evrópu og eftir árið voru að- eins tveir betri á Evrópulistanum. Að sjálfsögðu tók ég þátt í mörgum stórmótum, en eitt af því skemmtilegasta var minningarmót um Rudolf Harbig í A.-Þýzkalandi árið 1954. Þar hljóp ég 400 m og bar sigur úr býtum þótt ekki væri það minn bezti árangur. Líka tók ég þátt í Olympiuleik- unum í Helsingfors 1952, en árangurinn þar var lé- legur. Á þessum árum háði það mér mikið hvað ég var slæmur í fótum og þegar ég var að komast í fulla þjálfun fékk ég svo mikla verki að ég varð að hvíla mig frá æfingum og þannig endurtók sama sagan sig hvað eftir annað. Það var fyrst um þrítugt sem lækn- ar fundu hvað að var. Það var skortur á B-vitamín- um, sem orsakaði svona slæma gigt. Og það gremju- legasta var, að þetta var eingöngu að kenna gikks- hætti í sjálfum mér. Ég var, skal ég segja þér, mjög lítið gefinn fyrir grænmeti og brauð, en það er sá matur sem mest er í af B-vitamínum, sem íþrótta- maður með mikla áreynslu þarf í talsvert meira mæli en annað fólk. Það er sárt til þess að hugsa að ég 11

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.