Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 13

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 13
Græt ég þig vinur löngum svarar: Hún situr ein vió gluggann og syrgir daga og ncetur þá sœlu, horfnu ást. Það hirðir enginn um þaó að ógift kona grœtur og alein má nú þjást. Hún minnist ennþá kvöldsins er fyrsta sinn þau fundust, hve fagur var hann þá. Og eilífó mun ei slitið fá böndin sem þau bundust, né bugað hennar þrá. Því söng í hennar brjósti fœr enginn vakið annar, né yljað hennar lund. Já, það er fjandi smáskítsleg fororðning, sem bannar fólki að eiga hund. ,,Æ, góði faðir, - má ég ekki heldur brúka smér“. Harðindi fyrir norðan Bóndinn röltir um bæjarstétt, ber hann sig gáfulega, hordauðar œr og heyin létt honum valda ei trega. Meira viróist á huga hans herja og kosti þrengja, - hvort veröi á morgun veður til að sprengja. Úthýsingin úr Paradís Síðustu orð spekingsins (Brot úr 4. þætti). Og Jahve (umvafinn dimmum þrumuskýjum, hönd hans uppspretta máttarins, augu hans forverar eldgosanna, og rödd hans líkust gný hrapandi sólna) sallar á Adam svohljóðandi tölu: ,,í sveita þíns andlits skalt þú brauðs þíns neyta". En Adam (með glamrandi tennur og gjöktandi hnéskeljar) Þegar ég loksins eitt kvöld leggst um kyrrt til að deyja mun ég láta þau boð út ganga að nú skuli ungir menn koma inn að stokki og meðtaka síóasta boðskap. Og þegar beztu synir þjóðarinnar hafa mjakað sér inn á gólfið og standa þar eins og öfug grýlukerti með andakt í svipnum mun ég rísa upp viö dogg tiginmannlegur öldungur lyfta hönd minni og segja skjálfandi röddu: ,,Bless, bless“. 13

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.