Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 14

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 14
Grímur Valdimarsson, árgerð 1963, hefur síðastliðin fimm ár rek- ið fyrirtækið Pólar hf. að Einholti 6 hér í bæ ásamt Magnúsi bróð- ur sínum. Að vísu hafði fyrirtækið starfað nokkuð áður eða í fimmtán ár, en á þessum tíma var kostur að festa fé í Pólum. Svo Grímur sló til, skrapaði saman alla þá peninga sem hann gat og raunar meira til. Er hann nú stór hluthafi. Framleiðsluvörur Póla hf. eru rafgeymar í allar tegundir véla á sjó og landi. Munu bátar vera stærstu viðskiptavinirnir í þessari grein eða nær helmingur. Nýr þáttur framleiðslunnar eru rafgeym- ar fyrir lyftara í vöruhúsum, en rafmagnslyftarar eru sem óðast að leysa gömlu vélknúnu lyftarana af hólmi. Það er mjög skemmtilegt að Pólar hf. eru all nátengdir sam- vinnuhreyfingunni því þeir bræður hafa samstarf við SÍS. Er dreif- ingarkerfi þeirra að miklu leyti byggt á kaupfélögunum með sam- vinnu við véladeild SÍS. Samstarfið við SÍS hófst að verulegu marki árið 1967 þegar Pólar hf. tók upp samvinnu við Chloride Electrical Storage Co. Ltd. í Englandi. Þetta er risafyrirtæki sem spannar um allan heim og framleiðir bókstafiega allt til rafgeyma. Eiga meira að segja sína eigin blýnámu. Hafði SÍS áður verið með aðalumboð fyrir Chloride-rafgeyma hér á landi. Með þessu samstarfi vænkaðist mjög hagur Póla hf. í stað þess að áður var efnið til framleiðslunnar keypt í sex til sjö löndum, er nú allt keypt á sama stað. Af þessu leiðir að innkaupsverð er mun hagstæðara en áður og einnig fær fyrirtækið alla þá tækni- legu aðstoð sem völ er á og geta því jafnan verið vissir um að hafa á boðstólum vöru sem jafnast á við það fremsta í heiminum í dag. Að vísu sagði Grímur að oft væri erfitt um útvegun rekstrarfjár, eins og því miður er algengt hjá okkur íslendingum. Eins hafa gengisfellingar síðustu ára verið þeim þungar í skauti. 14 Ekki munu þeir bræður hafa útfiutning í huga. Bæði væri slíkt ekki gerlegt nema með samningum við Chloride hringinn og hrá- efnið er allt keypt erlendis frá og vegna hins mikla fiutningskostn- aðar yrðu íslenzkir rafgeymar vart samkeppnisfærir á erlendum markaði. Enda með sívaxandi vélaeign landsmanna eru góðar horfur á öruggum innlendum markaði. - Sem samvinnumaður innst inni er ég mjög ánægður með að starfa að vissu leyti á vegum samvinnuhreyfingarinnar, enda held ég að reynslan hafi leitt í ljós að það samstarf hefur verið báðum til góðs, segir Grímur og kveikir í pípu sinni. í hádeginu hljóp ég inn til Andreasar Bergmann, árgerð 1962, þar sem hann sat á skrifstofu sinni að Álfhólsveg 7, í Kópavogi, en þar er saumastofan Bergmann hf. til húsa. Milli símtala skaut hann orði að þefaranum. - Þú hefur verið við verzlunarstörf siðan þú komst úr Bifröst? - Ég starfaði í Timburverzluninni Völundur hf. þar til 1968, en það haust stofnsetti ég verzlun í Norðurbrún 2 sem ég rak í eitt ár. Haustið 1969 keypti ég svo Teddybúðina á Laugavegi 31, og stofnaði þar verzlunina Melissu, sem ég fiutti svo sl. haust í P. Ó. húsið að Laugavegi 66. Þar erum við í 70 ferm. húsnæði og verzlum aðallega með ytri fatnað á böm. - Svo stofnaðir þú saumastofu? - Já, við stofnuðum Bergmann hf. 1970 og saumum hér alls konar ytri fatnað á börn. Aðaldreifing okkar í Reykjavík er í Mel- issu, en auk þess seljum við líka mikið út um land. Við hófum rekstur þessarar saumastofu vegna þess að mjög fáir hérlendis hafa áhuga á barnafatasaum og með því gátum við fengið ódýrari vöru en erlendis frá. - Hafið þið í huga útfiutning ? 4

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.