Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 17

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 17
hjá hreppnum. Ekki varð nú samt þessi meirihluti hreppsnefndar langlífur. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur mynduðu nýjan meirihluta og hætti Jenni þá störfum hjá hreppnum og tók bát á leigu ásamt öðrum og fór að gera út á handfæri. Sú útgerð fékk þann endi, að eftir stanzlausar vélarbilanir þá drap vélin loks á sér úti við Kolbeinsey í illu veðri og varð varðskip að draga bátinn til Akureyrar og var fleytan skilin eftir þar. Á meðan Jenni spreytti sig á útgerð og hreppsmál- um, vann Stella hjá Kaupfélaginu á staðnum og einnig-einn vetur í Amtbókasafninu, auk húsmóður- starfanna. Eftir áföllin í útgerðinni ákváðu þau að flytja í Borgarnes hvað þau gerðu 1968 ásamt börnunum fjórum, Áslaugu, Rósu, Birnu og Ólafi. Auk þeirra er merkisköttur á heimilinu sem heitir Júlíus og gegn- ir því nafni svo og annar sem heitir Jón og er að líkindum Júlíusson. Þegar til Borgarness kom hóf Jenni vinnu við byggingar, bókhald o. fl., en stofnaði árið 1969 verzlunina Brák sem þau hjónin reka nú, auk þess sem þau eru að byggja íbúðarhús hér í bæ. Eftir að hafa rakið úr þeim gamimar um lífs- hlaupið fram að þessu, vind ég mér í að spyrja þau þriggja spurninga sem mér leikur hugur á að fá svör þeirra við. Undirrituð spyr: - Hverju vilduð þið helzt breyta í Samvinnuskólanum ef þið væruð að fara aftur núna ? (með fyrirvara hafi því ekki verið breytt). Stella: - Ég vildi að meira hefði verið um rökræð- ur í kennslustundum og að nemendur hefðu fengið að láta í ljós sína skoðun á því hvort þeir teldu að það sem verið var að kenna væri rétt, ýta ætti undir frjálsari skoðanamyndun, svo og hefði kennsla í notkun bókasafnsins verið mjög til bóta. Jenni: - Samvinnusögukennslunni í það form að kenna tvö meginatriði. 1. í hverju Samvinnuhugsjón- in er fólgin. 2. Draga upp sanna mynd af Samvinnu- hreyfingunni í dag. Sú afrekaskrá trúnaðarmanna af æðstu gráðu og kaupfélagsstjóra sem kennd er nú, er ekki sönn mynd af hreyfingunni. Hafi nemendur ekki starfsreynslu innan Samvinnuhreyfingarinnar, en aðhyllist hugsjónina sem slíka, þá er sú mynd sem dregin er upp í Bifröst einungis til þess fallin að valda vonbrigðum þegar farið er að vinna fyrir hreyfing- una eins og framkvæmd hennar er í dag. Undirrituð spyr: - Munduð þið telja það til bóta, ef nemendur innan Samvinnuskólans fengju tæki- færi til að ræða og gagnrýna framkvæmd samvinnu- stefnunnar við forráðamenn hennar ? Jenni taldi að nemendur í Bifröst væru e. t. v. ekki nógu gamlir og hefðu of litla reynslu sem starfsmenn samvinnufélaga til að gagnrýni gæti komið að notum. Nemendur innan Bifrastar gerðu sér velflestir ekki grein fyrir, vegna þess hve kennslu i Samvinnusögu er ábótavant og hún einhæf, hversu framkvæmd sam- vinnuhreyfingarinnar væri breytt á síðustu árum, í þá átt að sættast við „einkaframtakið“ með stofnun alls konar hlutafélaga, og væri raunar furðulegt að hreyfingin skyldi geta bundizt samtökum við þau öfl sem hún var stofnuð til að standa gegn. Nú væri Samvinnuhreyfingin notuð sem fjárhagslegt afl til að standa undir Framsóknarflokknum, en ekki lengur lögð á það áherzla að bæta hag félagsmanna, heldur mikið frekar að hossa einstökum Framsóknarmönn- um. Undirrituð spyr, hvert álit þeirra:sé á Nemenda- sambandinu og hvað þeim finnist að hlutverk þess ætti að vera. Þau eru sammála um að ekki hafi myndazt eins náin tengsl og æskilegt væri milli yngri og eldri nem- enda og væri það sjálfsagt að einhverju leyti sök eldri nemenda og breyttra aðstæðna. Jenni sagði að sér fyndist að mesta gagn sem nemendasambandið gæti gert, væri að halda úti blaði sem flytti: 1. Stöðugar og miklar fréttir af nemendum hingað og þangað að af landinu, ekki löng viðtöl endilega heldur og smáfréttir. 2. í blaðinu ætti að vera frjáls vettvangur til um- 17

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.