Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 19

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 19
BIFRASTAR PISTILL „Ert þú ekki formaðurinn“, er kallað á eftir mér, þar sem ég geng eftir ganginum á Hreinsunareldi Bifrast- ar og á mér einskis ills von. Ég sný mér við og jánka þessu. Spyrjandinn er þrekvaxinn maður með gler- augu. Guðmundur R. Jóhannsson kvaðst hann heita, og væri það vilji hans, að ég hripaði nokkrar línur fyrir Hermes. „Hvernig á þetta að vera“, spurði ég. „Bara eins og þér sjálfum sýnist", var svarað og svo var maðurinn rokinn. Það var og, eins og mér sjálf- um sýnist. Ágætt, þá hef ég þetta líka nákvæmlega eins og mér sjálfum lízt. Sé litið yflr liðinn vetur, kemur í ljós, að ekki er um miklar nýjungar að ræða í starfseminni hér að Bifröst. Eftir komuna hingað i haust, voru fastir lið- ir með venjulegu móti og allar „traditionir“ í heiðri hafðar. Tókust þær með miklum ágætum. Starfsemi Skólafélagsins var með líku sniði og undanfarin ár. Málfundir voru haldnir og voru umræður yfirleitt all- góðar. Tekin var upp sú nýbreytni að hafa fundi án framsögu og fundarstjóra, þ. e. umræðufundi. Tókst Þröngt mega sáttir o. s. frv. Huróu, viltu ekki fara í apótekió fyrir okkur? það vel og er ástæða til að líta björtum augum á það fyrirkomulag. Skylt er að geta þess, að meðal kvenna 1. bekkjar hefur starfað málfundafélag, Kvarnir, ann- að árið í röð. Hefur starfsemi þess og Kvasis verið með ágætum. Ýmiss konar skemmtan var og staðið fyrir, svo sem kvöldvökum, spilakvöldum, dansleikjum o. fl. Sér- stakt hrós á skilið „Upp úr hádeginu var kaffið á þroturn", sem stóð sig með afbrigðum vel og sá nem- endum fyrir dansmúsík. Eins og allir vita, er Skólafélagið ekki eini fé- lagsskapurinn innan stofnunarinnar. Sem dæmi um önnur má nefna Grábrók, Akademíuna og Haig. Ekki er gott að segja, hvert þessara félaga er voða- legast, en í vetur hefur mest borið á Grábrók. Stóðu 19

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.