Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 21

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 21
um öðrum viðurstyggilegri, geysast akfeitar Vestur- bæjarfrúr fram á ritvöllinn og lýsa vanþóknun sinni á þeirri smán, „sem landi voru og þjóð er gerð með þessu hneykslanlega athæfi“. Engum flýgur í hug að „land vort og þjóð“ hafi framið neitt ranglæti með slíkri meðferð á námsmönnum. Og á meðan borgaralegt siðgæði og fátækir menn eru á dagskrá, er ekki úr vegi að minnast á rykfallinn geirfugl og bágstadda Ástralíufara. Fjöldinn allur var á því, að ekkert ætti „að púkka upp á svoleiðis fólk“ þegar minnst var á að hjálpa hinu bágstadda fólki heim. Stórum betri undirtektir hlaut uppstoppaður fugl í Lundúnum. Þá var það þjóðarnauðsyn að bjarga „menningarverðmætum'1, og ekki dró það úr ánægj- unni, að hægt skyldi vera að hafa gripinn í glerskáp svo að stoltir borgarar gætu sýnt börnum sínum „fugl þjóðarinnar". Og kannski var þar að fmna skýringuna á mismunandi undirtektum við þessum tveim almennu söfnunum, að ekki var talið líklegt að haldin yrði sýning á hinu bágstadda fólki er heim - kæmi. Þannig mætti lengi telja dæmi um það lága siðræna þroskastig, sem slíkt þjóðfélag kallar ætíð fram meðal hinna almennu borgara. Og þá kemur fram í hugann spurningin um erlend áhrif í þjóðfélag- inu. Því er til að svara, að þjóðfélagið er allt gegnsýrt af þeirri andlegu deyfð, sem jafnan fylgir einhliða austri áhrifa yfir eitt land. Hvar sem skyggnzt er um í þjóðfélaginu, blasa við áhrif þjóðar þeirrar er her- situr land okkar. Og hvað varðar sambúðina við verndarana þá stefnir þróunin víða í þá átt, að það sem fyrir nokkru var pukurmál þykir nú sjálfsagt. Fyrir nokkrum árum reis upp hreyfing, sem varð til þess, að stöðvaðar voru útsendingar ameríska dáta- sjónvarpsins. Fyrst á eftir fór sér hægt, sá lágkúrulegi lýður, sem var of háður „kananum“ til að hætta glápinu og pukraði við að horfa á barnalega stríðs- þætti hinna vestur-heimsku þrýstiloftsdáta. En nú í seinni tíð hafa aukizt mjög kröfurnar um að „plebeij- arnir“ fái óáreittir að glápa framan í sjónvarpsdátana sína. Þannig virðist það vera að koma í ljós, m. a. í þessu, að fjöldinn er orðinn svo háður hernum og „gjöfum“ verndaranna, að full ástæða er til að vera uggandi um framtíð íslenzkrar menningar. Og nú hefur hinn alþjóðlegi kapítalismi haldið inn- reið sína í landið með ál og kísilgúr að tálbeitu. Enn skal haldið út á hinn breiða veginn, er liggur til glöt- unar fyrir litla þjóð sem okkur. Því hvers virði verða 17. júní-ræður um frelsi og menningu, ef samsetning efnahagslífsins verður slík, að meiri hluti fjármagns- ins í þjóðfélaginu verður í eigu útlendinga. Því er það sannfæring mín, að annaðhvort sé fyrir okkur að ganga út eins og Júdas Ískaríot forðum eða yfirgefa hina gullnu hlekki kapítalismans. - Og hvað í staðinn? spyr kannski einhver. - Sósíalisma! segi ég þá. Og þá upphefst hið móð- ursjúka: Rússarnir koma! Rússarnir koma! Bara svona rétt til að árétta það sem ég sagði um heljartak hins vesturheimska risaveldis á öllu andlegu lífi okk- ar. Sósíalísk þróun er nefnilega eina leiðin, sem við eigum færa út úr ógöngum nútímasamfélagsins með sitt arðrán, óréttlæti, mengun og hernaðarbrölt. Og fyrir smáþjóð eins og íslendinga er þörfin meiri en fyrir flesta aðra. öðruvísi fær þjóðfélag okkar ekki staðizt. Enn eigum við þó altént möguleikann. En til að nýta hann þurfum við þó tvennt: í fyrsta lagi þurfum við vilja og staðfestu. Þá stað- festu, sem tekur markmið fram yfir gönuhlaup eftir stundarverðmætum. Því öðru vísi fæst engu áorkað. í öðru lagi þurfum við að kanna af fullu raunsæi stöðu okkar í henni veröld. Gera okkur grein fyrir þeim vanda, sem fylgir þvi að vera smáþjóð í stóru landi og enn stærri heimi. Og vart er annað hugsan- legt, en að slík skilgreining leiði okkur á vit félags- legra úrræða, áætlunarbúskapar og samhjálpar. Á vit sósíalisma. Ingunn Anna Jónasdóttir 21

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.