Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 22

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 22
DRAUMUR KYNSLÓÐANNA Það er sagt, að umhverfið móti einstaklinginn, skóð- anir hans og athafnir. Svo hefur eflaust verið með okkur íslendinga. Um aldaraðir hefur þjóðin glímt við óblíð náttúruöfl, þolað hungur og harðindi, og síðast en ekki sízt, búið við kúgun erlendrar þjóðar. Hver fjölskylda hefur krafizt fullnýtts framtaks hvers einstaklings, þjóðfélagið áræði og þrautseigju hverr- ar fjölskyldu. Landið er strjálbýlt, aðstaða til lífsvið- urværis misjöfn. Þannig hafa forlögin skapað þjóð- inni sín sérstöku einkenni, menningar og siða. Á síðustu áratugum hefur orðið bylting í þjóðlífi voru. Á undraverðum hraða höfum við þróazt úr vanþróuðu bændaþjóðfélagi til nútíma iðnaðarþjóð- félags. Lengur spyrjum við ekki aðeins hvað morgun- dagurinn beri í skauti sér, heldur hver þróunin verði næstu ár eða áratugi. Sjálfsagt verður sú spá blandin óskhyggju, samfara þjóðfélagsástæðum í fortíð og nútíð. Margt bendir til þess, að núverandi efnahagskerfi sé komið að hruni. Sífelldar gengislækkanir, ásamt vaxandi óðaverðbólgu, bera þjóðarskútuna óðfluga að brimgarði gjaldþrots. Það er því brýn nauðsyn, að tekin verði upp ný efnahagsstefna, byggð á félags- legum grundvelli. Þannig næst nánara samband milli ákvarðana og athafna. Taka verður hagnýta áætlun, um nýtingu orkulinda landsins, en það verður þó að gerast í sátt við náttúru landsins. Slíkan gimstein ber að varðveita og skila ósnortnum í hendur komandi kynslóða. Það er skoðun mín, að ríkisvaldið verði í auknum mæli að koma inn í atvinnulífið. Févana einkafyrirtæki eru þröskuldar á vegi til bættra lífs- kjara. í stað þess að gróðinn lendi í höndum örfárra manna, dreifist hann á almúgann. Stuðla ber að aukn- um launajöfnuði landsmanna. Á þann hátt verður 22 merki jafnréttis reist hæst. Þótt veraldleg gæði séu okkur hjartfólgin, komumst við ekki hjá því að taka tillit til annarra þátta tilverunnar. Við megum ekki gleyma manninum, sem einstaklingi. Hann verður að finna, að hann gegnir veigamiklu hlutverki í þjóð- félaginu. Það eykur lífshamingju hans og hvetur hann til dáða. í stuttu greinarkorni verður margt útundan og það sem til er tínt, eigi gerð viðhlýtandi skil. Það er von mín, að íslenzku þjóðinni beri gæfa til að varðveita þau einkenni sín, er gera hana að sérstakri þjóð. Þannig uppfyllir hún bezt vonir og drauma genginna kynslóða og stuðlar að fegurra mannlífi á komandi tímum. _ _ Eyjolfur Torfi Geirsson STOKKUM SPILIN Erfítt er að gera í örstuttu máli grein fyrir gerð þess þjóðfélags, sem að mínu viti ber að stefna að hér á landi á næstu árum og áratugum. Ég mun þó gera tilraun til að skýra hér á eftir helztu einkenni þess þjóðfélags, sem ég tel að skapa eigi, og jafnframt benda á forsendu þess, að slíkt þjóðfélag komist á. Megineinkenni framtíðarþjóðfélagsins eiga að vera: 1. Frelsi, sem byggir á sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar, menningar hennar og atvinnuvega, og tryggir sérhverjum þjóðfélagsþegn andlegt, efnalegt og stjórn- málalegt frelsi og afkomu- og réttaröryggi. 2. Jöfnuóur, sem felur í sér jafna aðstöðu til mennt- unar, góðrar lífsafkomu og menningarlífs án tillits til starfs eða búsetu. Snúa verður við þeirri þróun í átt til aukins launamisréttis og stéttaskiptingar á grundvelli menntunar, sem haldið hefur innreið sína, og tryggja öllum þjóðfélagsþegnum ákveðin lág- markslaun, ekki sízt aldraða fólkinu, sem hefur með löngu ævistarfi skapað þann þjóðarauð, sem ný kyn-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.