Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 26

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 26
Atli Atli hafi atlað að segja eitthvað? og öllum hans félögum er íþróttaleikir héldu áfram að málsverði loknum. Skákin tapaðist með miklum mun, sömuleiðis töpuðust frjálsu íþróttirnar, þó með naumum mun, og einnig beið sambandið lægri hlut í blakinu, eftir hetjulega baráttu lítt æfðra skrifstofu- blóka. En íþróttaandinn sveif yfir vötnunum og ósigri var að sjálfsögðu tekið með jafnaðargeði, enda slíkt að hætti góðra samvinnumanna!!! Þá var farið að síga á seinni hluta ferðarinnar, og að lokinni kaffidrykkju var búizt til brottfarar. Á tröppum skólasetursins voru sungin nokkur gömul og góð lög og fáeinum af nýrri nálinni skotið inn í. Er gestirnir stigu inn í rútuna mátti sjá glampa á tár í augnakrókum heimamanna (þó aðallega kven- fólksins), enda ekki á hverjum degi, sem slíka aufúsu gesti, fádæma skemmtilega og káta, ber að garði íþrótta- og menntaseturs samvinnumanna í Bifröst. Rútan ók úr hlaði og varð þar von bráðar mjög kátt á hjalla, svo kátt að vart þykir frásögn af því birtingarhæf í málgagni voru. Þar af leiðandi lýkur hér þessari skýrslu um Bifrastarferð nemendasam- bandsins árið 1971, sem heppnaðist framúrskarandi vel, þegar allt kemur til alls. 26 NÆTUR- HEIMSÓKN - Hermes vill fá viðtal, sagði ég. - Blessaður, sagði hann, gaman að sjá þig við og við. - Ég á gamla ljósmynd, sagði ég. - Ha? - Ljósmynd, þú veizt. Tekin á Raufarhöfn í gamla daga, þegar ónefnd poppstjarna var þar innanbúðar- strákur. Lásí skrifstofublókarföt, stutt hár, ekkert skegg, svört stærðfræðiprófessorshornspangagleraugu skver. Fín mynd að setja í blað. Til dæmis: Ritstjórn- inni barst í hendur ljósmynd þessi ásamt bréfkorni þar sem spurt var hvort mannvera þessi hefði nokk- urn tíma verið í Samvinnuskólanum og þá hvenær. Vér birtum myndina og vonum að lesendur geti frætt oss og bréfritara um þessi atriði. Mun svarið verða birt í næsta blaði, ef mögulegt verður. - Jæja, sagði hann, varstu eitthvað að tala um við- tal? - Nei, nei, sleppum því bara. - Það er sjálfsagt að tala við þig, sagði hann, láttu bara vita þegar þú átt hægt með það, ég er alltaf reiðu- búinn. - Segjum það þá, sagði ég, ég hef samband við þig ef ég man eftir, annars á ég þá myndina til góða ef annað klikkar. - Láttu ekki svona, ég held að þú sért ekkert of góður til að tala við mig. - Ókei, sagði ég, við sjáum til. — o — Svo liðu nokkrir mánuðir og við rákumst hvor á annan við og við og alltaf spurði hann hvort ég ætl- aði ekki að fara að koma mér að því að taka þetta

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.