Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 29

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 29
varð maður að gutla sömu froðuna kvöld eftir kvöld og vera fínn og pen, spila mjúkt og blítt og ekki anda nema biðja um leyfi fyrst. Eitt kvöldið flæddi svo út úr. Ég fór að spila bæði hátt og fast og var auðvitað tilkynnt að ef ég gæti ekki spilað lægra þá gæti ég farið. Ég fór. - Óðmenn II. - Já. Við höfðum komið fram á blues-kvöldum, ég, Pétur og Finnur Stefánsson, lékum meðal annars „frelsi“, sem gömlu Óðmenn höfðu aðeins prófað. Við Finnur fórum svo að brjóta í þessu og komumst að þeirri niðurstöðu að bezt væri að skella sér í þetta. Pétur var ekki til í tuskið, en við fengum Ólaf Garð- arsson í lið með okkur og fórum að æfa. Prógrammið sem við komum fram með var byggt á blues í stíl Cream og þess háttar hljómsveita, enda um sömu hljóðfæraskipun að ræða. Fjárhagslega gekk okkur heldur illa, enda komu þar til þessir vitlausu blaða- dómar, þar sem stagast var á því að við værum geysi- lega góðir, en spiluðum músík til að hlusta á, en ekki til að dansa eftir, útslagið varð að helzt enginn þorði að ráða okkur til að spila. Við stefndum að því að koma þessu sem við vorum að gera á plötur. Á end- anum fórum við til London og tókum þær upp. Eng- inn fékkst til að senda okkur út nema Svavar Gests og það á heldur óhagstæðum kjörum. í þessum túr gerðum við tvær plötur, sem urðu aldrei sérlega vin- sælar á markaði, en fengu mikið hrós gagnrýnenda. Og svo byrjaði gamla sagan aftur. Það var kominn leiði í mannskapinn. Plöturnar voru komnar út, svo ekkert sérstakt markmið var fyrir stafni. Við vorum ómögulegir við að afla okkur peninga. Og svo hætti Ólafur, og Óðmenn sýndust ætla að fara að deyja. - Þeir tórðu þetta nú samt. - Já, en þeir voru anzi tæpir. Mér var meira að segja boðið í Trúbrot. -Ja, hvur . . . - En við Finnur vildum ekki gefast upp strax, og þegar Reynir Harðarson losnaði úr sínu djobbi, þá fengum við hann í lið með okkur. Við höfðum ákveð- inn tíma til að vinna úr, því ákveðið var að Finnur færi í skóla og áður en það yrði ætluðum við að gera stóra plötu með eigin efni. Árangurinn varð svo fjöl- skífan. - Tvíbakan? - Tvíbakan eða fjölskífan, hvort sem þú vilt heldur. Ég ætla ekki að ræða hana, hún er svo ný ennþá, en þarna er það sem við vildum segja í orðum og músík. - Hún var sem sagt algjört aðalatriði ? - Já, við lögðum ekkert upp úr atvinnumennsk- unni, enda kom það fram í takmörkuðum vinsældum og litlum peningum. - Nú, þá er það hjábarnið, Ólafur Poppari. - Óli var nú kominn á dagskrá áður en Óðmenn fóru til London. Við vorum farnir að koma á æfingar og tala við fólkið. Þetta var unnið mjög frjálst. Aðal- áherzlan var lögð á að ná kontakt. Fá alla til að taka þátt og koma með sínar hugmyndir. Endirinn varð sá, að Óli skapaði sig eiginlega sjálfur. - Músíkin líka ? - Ja, hún varð ýmist til svona með öðru, eða felld inn í, eins og t. d. lögin Flótti og Bróðir, þau voru bara sett svona í samband á vissum stöðum. - Og þið komið svo fram í Óla ? - Já, fyrst Óðmenn og þegar þeir hættu að vera til komu Tatarar í spilið og ég hélt áfram með þeim. Þeir voru raunar hættir líka, en ákváðu að spila í Óla meðan hann entist. - Hvað hefurðu út úr því að taka þátt í Óla ? - Ekkert nema peningana. Ég hafði hugsað mér að láta Óla halda mér á floti meðan ég væri að finna út hvað ég ætti næst að taka fyrir. - Og hvað verður það ? - Ég veit ekkert um það. Ég þarf að ná mér í ein- hverja ferska mengun. Eitthvað. Alla vega þarf ég að hugsa mig lengi um áður en ég byrja í nýrri hljóm- sveit. Lengi. - Og hvað viljið þér segja að lokum, Jóhann ? - Ekkert. - Gott. jfg 29

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.