Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 34

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 34
- Verður þetta opið hvenær sem er? - Nei, ekki er það nú ætlunin. Eins og ég sagði áðan er ekki búið að ganga fullkomlega frá þeirri hlið málsins. Þó er ljóst að þarna verður opið allan ársins hring, sennilega frá kl. 5 síðdegis og um helgar og tímanum deilt niður á félögin að einhverju leyti. Þá má og geta þess að í húsinu er fyrirhuguð „Hall- grímsstofa", sem fram að þessu hefur verið niðri í Sambandshúsi og geymir ýmsar minjar frá tíð Hall- gríms Kristinssonar. Einnig er í húsinu fundarsalur fyrir um 50 manns þar sem ætlunin er að hafa fyrirlestra, umræðuhópa og myndasýningar eftir því sem tilefni gefst til og jafnvel smá samsæti. - Þið hafið ráðið umsjónarmann? - Já, til að hafa umsjón með húsinu hafa verið ráðin hjónin Ólöf Jónsdóttir og Eiríkur Guðmunds- son. Þau sjá um alla hirðingu hússins og annast sölu á gosdrykkjum og kaffi og kökum. Einnig er hug- myndin að þau hafi með höndum dagbók hússins þar sem í verði ritað frá degi til dags allt sem þar fer fram. - Nú er þetta allstórt hús. - Já, þetta er töluvert hús, tvær hæðir og kjallari með stórum garði umhverfis, tilvöldum fyrir útivist og sumarskemmtanir. - Með þessu opnast margir möguleikar. - Já, það er enginn vafi að þarna er komin lausn á þeim húsnæðisskorti sem háð hefur starfsemi NSS talsvert. Það verður ekki nógsamlega brýnt fyrir fólki að notfæra sér það sem þetta hús hefur upp á að bjóða, þvi starfsemin stendur og fellur með áhuga félagsmanna. Allar ábendingar um starfsemina eru vel þegnar og hér með vildi ég auglýsa eftir þeim, bæði á undan og eftir að starfsemin hefst. Annað atriði sem ég vildi líka leggja mikla áherzlu á er að þarna verði komið upp eins konar „sögusafni“ NSS. Þarna þarf að safna saman Vefaranum, Þefaranum, Ecco Homo og annarri ritstarfsemi í sambandi við Samvinnuskólann. Einnig þarf að hýsa alla þá muni sem snerta félagsskapinn á einhvern hátt. 34 Hver bekkur þyrfti að eiga sitt myndaalbúm og ættu bekkjarfulltrúarnir að gangast fyrir því að safna saman myndum af sínum bekk í skólanum, helzt með það fyrir augum að andlit allra kæmu fram ásamt skemmtilegum atvikum úr skólalífinu. Síðan yrði þetta sett upp t. d. af fyrrum formönnum ljós- myndaklúbbanna eða öðrum listrænum mönnum með viðeigandi textum. Vildi ég skora á menn að láta af hendi eitthvað af myndum í þessu skyni eða til að gera afrit af ef þeir vilja síður missa þær. Eins er verkefni fyrir hendi að taka afrit af beztu litmynd- unum og eins þeim kvikmyndum sem kunna að vera til frá Bifröst. Það eru tilmæli mín til allra sem geta eitthvað lagt fram í þessu skyni að koma því á fram- færi nú þegar þar sem að söfnun slíkra hluta er allt- af erfiðari eftir því sem lengra líður. - Nokkuð að lokum? - Ég vildi benda utanbæjarfóiki á að þegar það kemur í bæinn að láta ekki hjá líða að líta inn í félags- heimilið að Hávallagötu 24 og heilsa upp á gamla kunningja, og ef til vill stofna til nýrra kynna. Ég spái því að slík heimsókn verði ekki svo lítill hluti af Reykjavíkurferðinni. grj. NEMENDAMÓT Annað nemendamót N.S.S., sem haldið var á Hótel Sögu var föstudaginn 16. apríl sl. Atli Freyr Guð- mundsson setti mótið kl. 20.00 og bauð gesti vel- komna og þó einkum heiðursgesti mótsins, fyrsta formann N.S.S., Sigurvin Einarsson, alþingismann, skólastjóra og kennara frá Bifröst og maka þeirra. Tilnefndi hann Árna Reynisson veizlustjóra og fórst Árna stjórnin vel úr hendi. Vigdís Pálsdóttir í Borgar- nesi flutti hátiðarræðu við mikinn fögnuð og Ríótríó skemmti. Luku allir upp einum munni um að hátíðin hefði tekist vel. Myndir: Ágúst Haraldsson.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.