Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 2

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 2
hermes útgefandi: NSS 1971-12. árg. - 3. tbl. ritstjóri: GUÐMUNDUR R. JÓHANNSSON ritnefnd: JÓNAS FR. GUÐNASON RÚNAR B. JÓHANNSSON filmusetning og prentun: LITHOPRENT HF. ljósmyndari: GUÐMUNDUR BOGASON káputeikning: HAUKUR HARALDSSON Við biðjumst afsökunar á þessum drætti á útkomu blaðsins, en ástæðan er prentaraverkfallið. Nú eru Hamragarðar teknir til starfa og skapast þar með sú aðstaða sem okkur hefur algerlega vantað fyrir félagsstarfsemi. Það hefur þegar sýnt sig að staðurinn á vinsældum að fagna, en það er líka tvennt að koma einu sinni og láta í ljós ánægju sína eða stuðla að einhverri starfsemi. Það háir mjög öllu félagsstarfi bæði í N.S.S. og annars staðar hvað áhugi félagsmanna er lítill. Á vegum N.S.S. eru í vetur tveir íþróttasalir en líkur eru á að öðrum verð sleppt vegna lítillar þátttöku. í skákmótinu og bridge mótinu voru þátttakendur fáir. Hinsvegar eru leikhúsferðirnar íjölsóttar, félagsvistin hefur fallið í góðan jarðveg og bekkjarkvöldin heppnast með ágætum. Það er ekki hægt að búast við að allir hafi sömu áhugamál og tími margra okkar er takmarkaður. Hinsvegar er ekki fráleitt að ætlast til þess af fólki að það reyni að notfæra sér innan síns félags það sem liggur áhugamálum þess næst. Hamragarðar bjóða líka upp á heilsurækt þar sem eru gufu- baðið og trimmæfmgarnar sem unnt er að stunda í sambandi við það. Það var því gleðilegt að heyra að Bifrastarkonur ætluðu að gangast fyrir fundahaldi um stöðu konunnar innan samvinnuhreyfingarinnar. Að ætlast til þess af stjórn N.S.S. að hún standi fyrir öllum framkvæmdum er alger óþarfi og nær fráleitt. Allir þeir sem einhverju vilja hrinda í fram- kvæmd eru velkomnir og stjórn og fulltrúaráð er boðið og búið til að- stoðar. Það er fólk innan N.S.S. sem virðist líta á það sem hlutverk sitt að nöldra en fæst svo alls ekki til að tjá sig á fundum eða mæta neins staðar til að túlka skoðanir sínar. Ég sagði nöldra því það getur ekki talizt annað en nöldur að hafa allt á hornum sér en vilja sjálfur ekkert til málanna leggja. Það sem þetta fólk hefur fram að færa er svo oft síður en svo meiningarlaust. Stjórn og fulltrúaráð getur þrátt fyrir góðan vilja ekki gert svo öllum líki og beinlínis skylda allra félagsmanna að gagnrýna þau störf og benda á aðrar leiðir. Slíka gagnrýni á hins vegar að bera fram við rétta aðilja og standa við hana, og jafnvel taka frumkvæðið í sínar hendur við skipu- lagningu ýmissa mála. Stjórnin mundi síður en svo taka það illa upp. Það er samt ekki hægt að krefjast of mikils því þetta fólk vinnur að fram- gangi N.S.S. eingöngu í frístundum og leggur þar oft fram mikið starf, þó sumir vildu eflaust gera meira ef þeir gætu. Okkur skortir bæði fjár- magn og þjóðfélagsaðstöðu til að framkvæma margt sem nauðsynlegt væri. Framgangur N.S.S. byggist eingöngu á samstarfi félaganna sjálfra og því eiga þeir að leggja sóma sinn í að vinna samtökunum eftir því sem tími og aðstæður þeirra leyfa. Gudnnmdur R. Jóhcmnsson. 2

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.