Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 3

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 3
Sr. Sveinn Víkingur f. 17. janúar 1896 — d. 5. júní 1971 Sr. Sveinn Víkingur var fæddur 17. jan. 1896 í Garði í Kelduhverfi. Hann las utanskóla til stúdents- prófs og lauk prófi frá M. R. 1917. Settist þá í guð- fræðideild og lauk guðfræðiprófi frá H. í. 1922. Var síðan þjónandi prestur á nokkrum stöðum norðanlands og austan, lengst í Dvergasteinspresta- kalli árin 1926-1942, þar sem hann jafnframt stund- aði búskap um alllangt skeið. Biskupsritari og skrifstofustjóri biskups var sr. Sveinn árin 1942-1959. Auk þeirra starfa, sem hér hafa verið talin í þágu kirkjunnar vann sr. Sveinn Víkingur að hennar mál- um með ýmsu móti öðru, enda einlægur trúmaður og kirkjan honum helgt vé. 1959-1960 var sr. Sveinn Víkingur skólastjóri Samvinnuskólans í orlofi sr. Guðmundar Sveinssonar og aftur um tíma árið 1963. Hann var elskaður og virtur af nemendum sínum fyrir sanngirni sína og hjálpfýsi. Hann var mikill samvinnumaður og með krafti sínum markaði hann djúp spor i hugi þeirra, sem sátu við fótskör hans í námi og starfi. Sr. Sveinn Víkingur var léttur í lund, hafsjór fróð- leiks og þar sem hann kvaddi sér hljóðs fékk hann óskerta athygli vegna hins meitlaða og vandaða flutnings orðsins, hvort sem var í ræðu eða riti. Sr. Sveinn var forseti Sálarrannsóknarfélags íslands frá 1960, og sem slíkur skrifaði hann fjölda blaða- greina og tímarita, sem ekki er tóm að telja hér upp. Árið 1925 kvæntist Sr. Sveinn Víkingur eftirlifandi konu sinni frú Sigurveigu Gunnarsdóttur. Við minnumst sr. Sveins Víkings sem dreng- lundarmanns, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. 3

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.