Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 10

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 10
Á síðasta aðalfundi Nemendasambandsins var brotið blað í sögu þess. Kvenmaður var í fyrsta sinn kjörinn formaður. Kvenskörungar margir hafa út- skrifazt frá Bifröst og sumar hverjar svo aðsópsmikl- ar, að klunnalegar tær flestra karlmanna hafa ekki komizt í námunda við netta og fagra hæla þessara kvenna. En þrátt fyrir það, hefur engin kvenskörung- anna fundið náð fyrir augum kynsystra sinna og „sterkara kynsins“ sem formannsefni, — fyrr en nú. Blaðamann Hermesar bar að garði þeirra hjóna, Kristínar og Hallgríms T. Sveinssonar, kvöld eitt í október. Það var tekið höfðinglega á móti gestinum, og honum boðið til stofu, þar sem biðu góðgjörðir miklar, svo sem rjómaterta og te. Og á meðan sæt- indunum voru gerð skil og teið sötrað, var margt spjallað og víða komið við, en því miður eru ekki tök á að birta það allt hér, þó skemmtilegt væri. — Hvert telur þú vera hlutverk N.S.S. ? (Forvitni blaðamannsins var vöknuð, og eðlilega byrjaði hann á „typiskri“ spurningu). — Þessi samtök eru afsprengi skólafélags Sam- vinnuskólans, og samskipti félaga þess eru í raun og veru framhald af vistinni i skólanum. Hlutverk sam- bandsins er því að viðhalda kynnum og auka vináttu, skapa sameiginleg áhugamál og starfsgrundvöll í félagslífi. Það á einnig að vinna að auknum tengslum á milli útskrifaðra árganga, eldri og yngri. Þetta er gert með því, að skipuleggja þá þætti félagslífs, sem við verður komið i svo sundurleitum hópi. Hins vegar er það vandamál, sem Nemendasam- bandið á við að glíma, ekki síður en önnur félög, hversu fólk virðist vera „önnum kafið“ við sín eigin málefni, að það gefur sér ekki tíma til þess að sinna félagsmálum og þroska félagsanda sinn í samskipt- um við aðra. Flestir vilja heldur sitja heima fyrir framan sín sjónvörp og glápa, í staðinn fyrir að koma á staði, þar sem það getur hitt sína gömlu félaga og eignazt nýja. En á móti svona hugsunarhætti verður að vinna, og það er vissulega gert. Með tilkomu Hamragarða batnar aðstaða N.S.S. til Kvöldstund með Kristínu Bragadóttur mikilla muna, og ég fagna þvi mjög. Nú opnast ýmsir möguleikar, sem ekki voru fyrir hendi áður, svo sem bekkjarkvöld o.fl. Þarna er billiardborð, saunabaðstofa, setustofa og sérstakt fundaherbergi, sem brýn þörf hefur verið fyrir. Ég vil nota þetta tækifæri til þess, fyrir hönd núverandi stjórnar, að þakka forráðamönnum S.Í.S. fyrir þetta höfðing- lega framlag þeirra, sem Nemendasambandið nýtur ásamt starfsmannafélögum Sambandsins og hinna ýmsu aðildarfélaga þess. Reyndar efast ég um, að þeir, forráðamennirnir, láti svo lítið að lesa Hermes, svo að þetta er kannski ekki bezta tækifærið til þess að færa þakkir, en samt — hver veit ? — Nokkur gagnrýni hefur komið fram í sambandi við kjör núverandi stjórnar. Þykir mörgum það vera orðinn æri þröngur hópur kunningja og bekkjarfélaga, sem ráði orðið ríkjum. (Kristín lyftist upp í sófanum við spurninguna og reiðiglampa brá fyrir í augum hennar). — Ég vil eindregið andmæla þessum áróðri. Sá 10

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.